fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Aneta vill að Íslendingar hætti að að tala ensku við innflytjendur

Aneta vill að Íslendingar hætti að að tala ensku við innflytjendur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 26. mars 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kom hingað til að verða barnfóstra hjá íslenskri fjölskyldu – au pair. Þetta var í janúar, það var ofboðslega kalt, allt of mikill vindur, og það var svo dimmt. Mér leist ömurlega á þetta og ætlaði heim eftir viku. En svo ákvað ég að þrauka og klára starfssamninginn við fjölskylduna sem var níu mánuðir,“ segir Aneta Matuszewska, sem kom til Íslands frá Póllandi fyrst árið 2001. Hana óraði ekki fyrir því að 16 árum síðar byggi hún enn á landinu.

Aneta segir mikilvægt að Íslendingar leggi enskuna á hilluna í samskiptum sínum við innflytjendur sem eru að reyna að læra íslensku. Mikilvægt sé að sýna þolinmæði og ekki svara fólki á ensku ef það talar ekki fullkomna íslensku.

Hún segir enn fremur að hún vilji gjarnan að settar séu skýrar reglur um að innflytjendum sé skylt að læra íslensku. Jafnframt því þurfi að vera nægilegt framboð af fjölbreyttu íslenskunámi við allra hæfi. Þar megi ríkið gjarnan styðja við starf þeirra sem bjóða upp á íslenskukennslu fyrir útlendinga en vissulega kosti það peninga.

Hins vegar sé íslenskukunnátta innflytjenda góð fjárfesting bæði fyrir þá og þjóðfélagið. Það geri þeim kleift að nýta menntun sína og hugmyndir betur hér á landi, bæði þeim sjálfum og þjóðfélaginu til hagsbóta. „Hér eru margir Pólverjar með frábæra menntun og frábærar hugmyndir, en tungumálið stendur í veginum,“ segir Aneta.

Í helgarblaði DV er ítarlegt viðtal við Anetu.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=sywhCFlVWu4&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir