fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Mæðgin gangast við sifjaspelli „Ég get ekki ákveðið af hverjum ég verð ástfangin“

Ætla að eyða lífinu saman þrátt fyrir að dómstólar hafi reynt að stía þeim í sundur

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 21. mars 2017 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mæðgin sem eru yfir sig ástfangin af hvort öðru ætla að eyða lífinu saman þrátt fyrir að dómstólar hafi reynt að koma í veg fyrir ástarsambandið. Þá hafa þau fundið fyrir miklum fordómum og orðið fyrir árásum, líkamlegum og andlegum, þar sem þau búa.

Þau segja að þeim þyki fyrirkomulagið alls ekkert skrítið og ætla að berjast fyrir því að samband þeirra verði viðurkennt.

Skipað að halda sig fjarri

Monica Mares og Carlos Peterson voru tilkynnt til yfirvalda í Nýju Mexíkó í Bandríkjunum á síðast ári fyrir sifjaspell. Nágrannar þeirra í bænum Clovis sögðu til þeirra. Í framhaldi voru þau ákærð fyrir sifjaspell en þar sem þau gengust við brotinu fengu þau þriggja ára skilorðsbundin dóm. Þá verða þau næstu 18 mánuði undir sérstöku eftirliti yfirvalda.

Þá var mæðginunum skipað halda sig fjarri hvort öðru. Monica má heldur ekki koma nálægt hinum börnunum sínum en þau eru samtals 9.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=bZai_Ji3Pk8&w=560&h=315]

Mæðginin ákváðu að segja sögu sína opinberlega til að vekja athygli á samtökunum GSA (Genetic Sexual Attraction) En það eru samtök fólk sem er náskylt og vill geta átt í ástarsambandi án þess að það teljist ólöglegt.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=C71jpf6WkDs&w=560&h=315]

Þegar Monica var aðeins 16 ára fæddi hún Carlos. Stuttu síðar var hann gefinn til ættleiðingar. Þau hittust svo aftur í fyrsta skipti árið 2015 en Carlos hafði upp á móður sinni í gegnum Facebook.

Ætla ekki að gefa tilfinningar sínar upp á bátinn

Suttu síðar flutti Carlos til móður sinnar. Viku eftir að þau byrjuðu að búa saman byrjuðu tilfinningarnar að breytast. „Það hafði enginn hugsað svona vel um mig áður. Ég get ekki ákveðið af hverjum ég verð ástfanginn“ sagði Carlos í viðtali um samband þeirra.

Þá segir Monica í sama viðtali að ást þeirra sé svo sterk að hún myndi með glöðu geði gefa hin börnin sín upp á bátinn ef það þýddi að þau tvö fengju að vera saman. Þau ætla að leita allra leiða til að fá að vera saman þrátt fyrir mikið mótlæti í samfélaginu þar sem þau búa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Val Kilmer er látinn

Val Kilmer er látinn
Fókus
Í gær

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar