fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Patrick Stewart notar marijúana við gigt

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 20. mars 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Patrick Stewart notar marijúana daglega í lækningaskyni. Hinn 76 ára gamli Stewart þjáist af liðagigt í höndum. Fyrir tveimur árum leitaði hann til læknis í Los Angeles sem ávísaði hreinu marijúana og sömuleiðis spreyi og smyrsli sem innihalda marijúana. Stewart segir spreyið gera mest gagn en það notar hann nokkrum sinnum á dag. Hann segist finna fyrir miklum mun, til dæmis geti hann nú kreppt hnefana en það hafi hann ekki getað áður. Leikarinn hefur ekki fundið fyrir neinum aukaáhrifum vegna notkunarinnar. Stewart hefur lýst yfir ánægju sinni með rannsókn háskóla í Oxford á gagnsemi lyfja sem innihalda marijúana. Hann segir andstöðuna við notkun marijúana í lækningaskyni byggða á fordómum, hræðslu og vanþekkingu.

Stewart er breskur en býr í Brooklyn ásamt þriðju eiginkonu sinni, hinni bandarísku Sunny Ozell, sem er 38 ára gömul, söngkona og lagahöfundur. Stewart hyggst sækja um bandarískan ríkisborgararétt og segir ástæðuna þá að hann vilji berjast gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Stewart og eiginkona hans gerðu sér sérstaka ferð til Washington til að heimsækja vini og leita ráða hjá þeim hvernig best væri að bregðast við kjöri Trumps. „Allir vinir mínir í Washington sögðu: „Það sem þið getið gert er að berjast og veita viðnám. En ég get það ekki vegna þess að ég er ekki bandarískur ríkisborgari,“ segir Stewart. Senn mun verða breyting á því.

Leikferill Stewart spannar sex áratugi. Hann lék lengi með Royal Shakespeare Company en sneri sér síðan að sjónvarps- og kvikmyndaleik. Hann eignaðist nýjan aðdáendahóp með leik sínum í Star Trek-myndunum. Árið 1993 valdi TV Guide Stewart besta dramatíska sjónvarpsleikara níunda áratugarins. Árið 2010 aðlaði Bretadrottning hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Val Kilmer er látinn

Val Kilmer er látinn
Fókus
Í gær

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar