fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fókus

Kim hélt að henni yrði nauðgað

Opnaði sig um vopnaða ránið í París í gærkvöldi

Kristín Clausen
Mánudaginn 20. mars 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian ræddi í fyrsta skipti opinberlega frá ránið sem hún lenti í í París í október á síðasta ári. Hún sagðist í viðtalinu hafa verið viss um að mennirnir ætluðu sér að nauðga henni og drepa. CNN greindi frá þessu í morgun.

Forsaga málsins er sú að brotist var inn í hótelíbúðina þar sem Kim dvaldi ásamt aðstoðarkonu sinni en sú hafði brugðið sér frá þegar grímuklæddir byssumenn ruddust inn í íbúðina um miðja nótt.

Ræningjarnir, sem beindu byssu að höfði Kim, komust undan með skartgripi sem eru metnir á tæpa 11 milljón dollara. Kæra hefur verið gefin út á hendur 10 karlmönnum sem grunaðir eru um ránið og frelsissviptingu Kim.

Í viðtalinu við Kim sem birtist í raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashians segir hún meðal annars:

„Síðan setti hann límband yfir andlitið á mér og munninn svo ég myndi ekki öskra. Hann greip um lappirnar á mér, ég var bara í slopp og í engum fötum undir. Hann dró mig að sér fyrir framan rúmið og þá hugsaði ég. Þeir ætla að nauðga mér.“

Áfram hélt Kim með tárin í augunum:

„Ég var búin að undirbúa mig andlega en síðan gerði hann það ekki heldur teipaði lappirnar á mér saman.
Viðtalið við Kim birtist, líkt og áður segir, í nýjasta þætti raunveruleikaþáttarins Keeping Up With The Kardashians.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Val Kilmer er látinn

Val Kilmer er látinn
Fókus
Í gær

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“

Fagna tíu ára afmæli vinsælustu plötunnar með útgáfu og tónleikum – „Gerði Dimmu að því sem hún hefur verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir

Stefán Einar og Sara selja í Urriðaholti – Myndir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar