David Cassidy sagði frá því á dögunum að andlegri heilsu sinni fari hrakandi. Cassidy, sem er 66 ára, varð frægur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Partridge Family. Hann var einnig heimsfrægur söngvari og aðdáendahópur hans var jafnvel stærri en aðdáendahópar Bítlanna og Presleys. Cassidy söng nýlega á tónleikum en átti í áberandi erfiðleikum með að muna textana. Hann hyggst nú hætta öllum tónleikaferðalögum.
Móðir Cassidy og afi þjáðust af heilabilun. „Ég var í afneitun en vissi innst inni að þetta myndi henda mig,“ sagði Cassidy í nýlegu viðtali. Fyrir örfáum árum sagði hann á CNN að sársaukafyllsta reynsla hans í lífinu hefði verið að sjá andlega hnignun móður sinnar. Faðir hans, leikarinn, leikstjórinn og söngvarinn Jack Cassidy, var alkóhólisti og glímdi við andleg veikindi. David Cassidy hefur lengi glímt við áfengisvanda og nokkrum sinnum verið handtekinn fyrir ölvunarakstur. Fyrrverandi stjúpmóðir hans, leikkonan Shirley Jones, tjáði sig fyrir nokkrum árum um alkóhólisma hans og sagðist óttast að vakna einn morguninn og frétta af því að hann hefði fundist dáinn á gólfinu.