fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Hélt að dauðahryglur unnustans væru hrotur

Sparkaði í hann og sagði honum að steinhalda kjafta áður en hún komst að því að hann var látinn

Kristín Clausen
Mánudaginn 20. febrúar 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem sparkaði unnusta sínum út úr rúminu þeirra og sagði honum að steinhalda kjafti þar sem hún hélt að hann væri að hrjóta komst að því skömmu síðar að hroturnar voru dauðahryglur.

„Ég hélt bara að hann væri að hrjóta svo ég sparkaði honum út úr rúminu. En síðan fann ég að lakið var rennandi blautt og þá áttaði ég mig á því að það væri eitthvað að og kveikti ljósið.“

Þetta segir Lisa Lee sem sá í framhaldinu hvernig unnusti hennar og barnsfaðir, Lewis Little, var orðinn fjólublár í framan og andaði ekki.

Hún hringdi í sjúkrabíl en sjúkraflutningamennirnir tjáðu henni að Lewis hefði látist nokkrum klukkustundum áður. Hljóðin sem hún heyrði frá honum voru því ekki hrotur heldur loft sem fór út úr líkama hans í gegnum raddböndin og út um munninn.

Í samtali við Metro segir Lisa að Lewis hafði verið með hjartasjúkdóm. Þó hafi þeim ítrekað verið tjáð að hann væri ekki talinn í mikilli áhættu. Hún telur að gangráður hefði getað bjargað lífi Lewis sem hafði ítrekað beðið um að fá þesskonar tæki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna