Óhætt er að fullyrða að Egill Helgason, með bókmenntaþáttinn Kiljuna á RÚV, sé einn máttarstólpa menningar á Íslandi. Því vekur það óneitanlega athygli að hann skuli viðurkenna að hann horfi á bandarísku teiknimyndaþættina South Park þó að þættirnir séu vissulega hörð ádeila á bandarískt samfélag sem samfélagsrýninum fellur eflaust vel í geð. Í færslu á Facebook vitnar Egill í South Park, sem Sýn kallaði Trufluð tilvera á sínum tíma, og þá staðreynd að þættirnir gerðu nýverið grín að því að efnisveitan Netflix setti hvað sem er í loftið. Egill vitnaði í þættina þegar hann greindi frá því að hann hafi horft á þættina The Punisher á Netflix og gefur hann þeim lélega einkunn: „Taumlaus og algjörlega blygðunarlaus dýrkun á ofbeldi. Einkennilega ljótt,“ segir Egill.