„Karíókí er undratæki sem gefur almúganum tækifæri til að vera stjarna í eina kvöldstund. Hópurinn sem stundar þetta er margleitur og við ætlum að kynnast tveimur vinum sem stunda karíókí.“
Svona hefst þáttur af Dagsljósi ríkissjónvarpsins. Hér að neðan er gömul klippa úr þættinum en óvíst er frá hvaða ári klippan er. Við getum sagt með fullu öryggi að hún er allavega frá því fyrir síðustu aldamót.
Grétar Þór Grétarsson og Jósef Ólason eru vinirnir sem sitja fyrir svörum í þættinum og svara spurningum eins og „hvernig tekur fólk þessu áhugamáli?“ og „En af hverju Elvis?“ Grétar og Jósef eiga það sameiginlegt að þeir syngja aðeins Elvis Presley lög enda miklir aðdáendur.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=EDTbURuSPp4&w=560&h=315]
Myndbandið var sett inn á YouTube fyrir ellefu árum af Atla Viðari. Ekki er vitað hvaða ár þátturinn var sýndur á RÚV.