fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Það besta og versta á árinu: Arnþrúður – Ákvörðunin til skammar

Álitsgjafar DV segja frá því sem stóð upp úr á árinu 2017 að þeirra mati

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 31. desember 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MeToo-byltingin, stöðugt efnahagsástand og gróska í íslensku menningarlífi er það sem álitsgjafar DV nefna þegar þeir eru beðnir um að lýsa því besta í íslensku samfélagi árið 2017. Morð, ákvarðanir kjararáðs um launahækkanir, gróðafíkn og aukin ítök stórfyrirtækja eru meðal þess versta. DV leitaði til nokkurra álitsgjafa og fékk þá til að lýsa því besta og versta sem einkenndi samfélagið á árinu sem er að líða.

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Það besta:

Það sem var best fyrir samfélagið í heild var að verðbólgan hélst niðri á árinu og stöðugleiki var á skuldastöðu fólks og fyrirtækja. Ferðamönnum heldur áfram að fjölga og krónan hefur ekki verið að veikjast mikið. Þetta eru utanaðkomandi áhrif sem hafa þessi góðu áhrif á efnahagslífið.

Það versta:

Ákvörðun kjararáðs að stórhækka laun alþingismanna, eða um 45%, og æðstu embættismanna landsins var eitt af því versta sem gerðist á árinu. Þessi ákvörðun hleypir óánægju af stað í þjóðfélaginu og margir upplifa þetta sem verulega mismunun á milli þegnanna. Það er til skammar að ríkisstjórnin sjái ekki ástæðu til að bæta kjör þeirra sem verst standa á sama tíma og þetta gerist. Það virðast vera til peningar þegar um „gæluverkefni“ er að ræða og menn hika ekki við að setja inn í fjáraukalög ótrúlegustu kostnaðarliði. Kjarasamningar eru lausir á næstunni og þarna skapast viðmið sem atvinnulífið á erfitt með að standa undir með tilliti til þess að skattaálögur á fyrirtæki eru enn háar og gætu leitt til uppsagna í atvinnulífinu í stórum stíl. Að auki gætu þessar ákvarðanir skapað hættu á aukinni verðbólgu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi