fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Björn sáttur við „Síðasta Jeddinn“: „Gildi andlegra verðmæta andspænis vélmennum“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 29. desember 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, lýsir yfir velþóknun á nýjustu Star Wars kvikmyndinni, The Last Jedi, á bloggi sínu. Björn hefur þýtt nafn myndarinnar sem „Síðasti Jeddinn“ þó Jedi hafi á sínum tíma verið þýtt sem væringi.

Greining Björns á þemu og merkingu myndarinnar er athyglisverð. „Enginn þarf að efast um tökin sem kvikmyndagerðarmennirnir hafa á tækninni til að sýna hluti á einstakan hátt. Mannlegi og tilfinningalegi þáttur myndarinnar innan stórbrotinnar tæknilegrar umgjarðar er ekki síðri, þar sem lögð er áhersla á nauðsyn þess að leita sér skjóls á friðsömum stað, draga sig í hlé og safna kröftum til nýrra átaka,“ skrifar Björn.

Hann segir enn fremur að boðskapur myndarinnar sé aukin áhersla á andleg málefni andspænis tækni: „Þetta er í anda þeirrar bylgju sem nú gengur yfir heim vestrænna manna og birtist í meiri áherslu á hugleiðslu og gildi andlegra verðmæta andspænis vélmennum og gervigreind. Sé horft á myndina með þetta í huga og áhersluna sem lögð er á innri orkuna og vald yfir henni fær hún aðra vídd en birtist í allri tækninni og brellunum sem gera má í krafti hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Gaf Díegó í jólagjöf

Gaf Díegó í jólagjöf
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrrverandi formaður KÍ gefur lítið fyrir bjartsýnisfréttir um kjaraviðræður við kennara – „Augljóst úr mílu fjarlægð að ekkert er að gerast“

Fyrrverandi formaður KÍ gefur lítið fyrir bjartsýnisfréttir um kjaraviðræður við kennara – „Augljóst úr mílu fjarlægð að ekkert er að gerast“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?

Orðið á götunni: Bolli og skrímsladeildin á bak við rógsherferðina gegn Degi?
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Hugsanlegt að talið verði á sunnudagskvöld – Yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi fylgist með veðrinu

Hugsanlegt að talið verði á sunnudagskvöld – Yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi fylgist með veðrinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leicester vill ráða fyrir helgina og það eru tveir öflugir kostir á blaði

Leicester vill ráða fyrir helgina og það eru tveir öflugir kostir á blaði
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ferðuðust um Ísland í viku og eyddu aðeins 74 þúsund krónum á haus – Svona fóru þau að því

Ferðuðust um Ísland í viku og eyddu aðeins 74 þúsund krónum á haus – Svona fóru þau að því