Jordan Feldstein, fertugur umboðsmaður hljómsveitarinnar Maroon 5 og bróðir gamanleikarans Jonah Hill, lést á föstudag. Talið er að Feldstein hafi fengið hjartaáfall.
Feldstein er sagður hafa hringt á neyðarlínuna að kvöldi 23. desember vegna andþyngsla. Þegar bráðaliðar komu að heimili hans var hann meðvitundarlaus. Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar.
Feldstein og Adam Levine, forsprakki Maroon 5, voru æskuvinir og mjög nánir. Hann kom að stofnun Maroon 5 fyrir fimmtán árum. Auk þess að vera umboðsmaður þessarar vinsælu hljómsveitar starfaði Feldstein fyrir tónlistarmenn á borð við Robin Thicke, Elle King og Miguel.
Fjölmargir hafa minnst Feldstein á Twitter um jólin, meðal þeirra eru Iggy Izalea, Sheryl Crow og Big Bo. Feldstein lætur eftir sig tvö börn.