„Þegar barn fúlsar við hlaupkörlunum sem jólasveinninn gaf því í skóinn vegna þess að því hefur borist til eyrna að Haribo-fyrirtækið fari illa með svín er það orðið nógu gamalt til að hætta að fá í skóinn,“ skrifaði rithöfundurinn Gerður Kristný á Facebook-síðu sína í vikunni. Jólasveininum á heimilinu var því vandi á höndum en kom með snilldarlega lausn. Daginn eftir fékk sonurinn hænu í skóinn. Þó ekki af holdi og blóði heldur var um að ræða gjafabréf fyrir hænu handa fátækri fjölskyldu í Afríku. Dýravinurinn ungi ljómaði af gleði.