fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025

Þekkir hugarheim kvenna betur en nokkur annar

Hjörvar Hafliðason sýnir á sér hina hliðina

Sigurvin Ólafsson
Miðvikudaginn 20. desember 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn geðþekki Hjörvar Hafliðason hefur síðustu misserin haslað sér völl sem útvarpsmaður en hann ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni stýrir morgunþættinum „Brennslan“ á FM 957 við miklar vinsældir. Hjörvar samþykkti að sýna lesendum DV á sér hina hliðina.

Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita eða vera annað en þú ert?

Ég myndi helst vilja vera Kani af Suður-amerískum ættum og vera kallaður Tony Rodriguez.

Hverjum líkist þú mest?

Hef heyrt marga segja að ég og Brad Pitt séum óþægilega líkir.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?

Að mér sé illa við Færeyinga. Það er fjarri sannleikanum, margir af mínum bestu vinum eiga skyldfólk í Færeyjum.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?

Mannasiði.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?

Hér hvílir Vörðvar, maður þjóðarinnar, síðasti vinur suðurnesjanna, vinur litla mannsins, Dr. Football og The Hardest Working man in Showbiz.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?

„Return of the Mack“ með Mark Morrison. Lag frá 96.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?

Númer Eitt.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?

„The Last Boy Scout“ frá árinu 1991.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?

Rendur á gallabuxum.

Hverjum geturðu best hermt eftir?

Ég er frábær sem Dr. Phil, Lars Lagerback og Ólafur Ragnar. En mín besta er Guðmundur Þ. Harðarson sundlýsir.

Hverjum geturðu ekki hermt eftir?

Bubba Morthens. Alveg glatað.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?

Rússi að tala ensku.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?

Syni mínum að tala ensku við ömmu sína.

Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest?

Ekkert. Ég þekki hugarheim kvenna betur en nokkur annar. Les þær eins og opna bók.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?

Þegar fótboltamarkmönnum var bannað að taka boltann upp með höndum eftir sendingu frá samherja.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?

Roxette í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Þá hafði Marie heilsu. En ekki lengur. Þetta tækifæri er farið.

Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt?

Ekki er jakki frakki nema síður sé. Aldrei fundist þetta fyndið.

Hver eru þín helstu afrek í útvarpi?

Ég er mjög stoltur af þeim Kittí Magg, Brjáni Breka og Auðunni Guðrúnarsyni. Fyndnast finnst mér þó þegar ég tók fyrir sögu Buttercup.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?

Starship Troopers.

Í hverju ertu góður sem þú vilt kannski ekki monta þig af?

Ég get drukkið marga Guinness á stuttum tíma. Hef ekki heyrt að neinum finnist það frábært.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum

Margir stjórnarmenn KSÍ hafa áhyggjur af veðmálum og brotum þeim tengdum
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug

Reykjavíkurborg braut á fatlaðri konu – Látin bíða svara í nærri áratug