fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024

María þurfti að leita til miðils til að losna við Agnesi

María Ellingsen lék Agnesi Magnúsdóttur í samnefndri kvikmynd og varð heltekin af hlutverkinu – Fann fyrir óróleika og hætti að geta sofið – „Hún virðist einhvern veginn ekki ætla að linna látum“

Auður Ösp
Mánudaginn 18. desember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún er mjög seig, hún Agnes og það er eins og hún sé ekki alveg búin að finna frið ennþá,“segir María Ellingsen leikkona en hún fór með hlutverk Agnesar Magnúsdóttur í samnefndri kvikmynd Egils Eðvarðssonar árið 1995. Staðfest hefur verið að Jennifer Lawrence mun fara með hlutverk Agnesar í væntanlegri Hollywood kvikmynd sem byggð verður á metsölubók bók Hönnuh Kent, Náðarstund. Í samtali við DV.is lýsir María vinnunni við að setja sig inn í hlutverk Agnesar á sínum tíma og hvernig hún fann fyrir nærveru þeirrar sögufrægu persónu, bæði á meðan tökur stóðu yfir og eftir að þeim lauk.

„Það tók langan tíma að komast inn í hlutverkið, ekki síst vegna þess að við vorum að vinna með sannsögulega atburði. Ég lagðist í heilmikla rannsóknarvinnu áður en tökur hófust, skoðaði dómsskjölin og allt það sem hafði verið skrifað um hana og ferðaðist einnig á slóðir atburðanna. Ég vann síðan með fyrrum leiklistarkennaranum mínum í New York til að komast almennilega inn í hlutverkið, stúderaði göngulagið hennar Agnesar, hreyfingarnar hennar og hvernig hún talaði. Þegar þú ert að vinna með raunverulega persónu þá finnuru til ákveðinnar ábyrgðar, og ég tala nú ekki um þegar um er að ræða þessa svakalegu sögu sem margir þekkja og tengja við.“

Hollywoos stjarnan Jennifer Lawrence mun taka að sér það krefjandi verkefni að túlka Agnesi Magnúsdóttir.
Mun leika Agnesi Hollywoos stjarnan Jennifer Lawrence mun taka að sér það krefjandi verkefni að túlka Agnesi Magnúsdóttir.

Mynd: Reuters

María segir að á meðan á tökum stóð hafi hún fundið greinilega fyrir nærveru Agnesar.

„Ég fann fyrir miklum óróleika í kringum mig. Hlutirnir voru á hreyfingu og mér fannst vera fólk í kringum mig. Ég fékk miðil heim til að búa til vernd og frið heima hjá mér. Þessi sami miðill kom á tökustaðinn og sagði mér að Agnes væri á settinu og að það væri fólk með henni. Hann sagði jafnframt að Agnes væri að skemmta sér konunglega,“ segir hún og bætir við að eftir að tökum lauk hafi hún áfram fundið fyrir óróleika í kringum sig og ekki tekist að fá frið. Að lokum leitaði hún aftur til miðilsins.

María lagði á sig mikla vinnu þegar hún undirbjó sig undir hlutverk Agnesar í samnefndri kvikmynd.
Stífur undirbúningur María lagði á sig mikla vinnu þegar hún undirbjó sig undir hlutverk Agnesar í samnefndri kvikmynd.

„Ég var hætt að geta sofið. Þarna náði hann einhvern veginn að slíta þarna á milli, en ekki veit ég hvernig hann fór að því. Það eina sem ég veit er að ég var þarna hjá honum, datt út og vaknaði síðan aftur. Síðan labbaði ég heim, lagðist niður og svaf í 36 klukkutíma!“

Hún bætir því við að þrátt fyrir þetta hafi hún aldrei fyllilega losnað við Agnesi.

„Við fórum náttúrulega út um allan heim með myndina á kvikmyndahátíðir. Á kvikmyndahátíðinni í Prag hugsaði ég: „Jæja, Agnes mín, nú ertu komin til útlanda, nú er sagan þín komin út um allan heim, ertu ekki að verða ánægð með þetta núna?“ segir María og hlær.

„Nokkrum árum sínum byrjaði hún síðan aftur að poppa upp í höfðinu á mér, það var eins og hún væri aldrei algjörlega búin að yfirgefa mig. Það var eins og hún vildi láta segja þessa sögu aftur og öðruvísi.“

María hitti Hönnu Kent, höfund bókarinnar Náðarstund fyrir nokkrum árum og kom þá í ljós að þær áttu það sameiginlegt að hafa fundið fyrir nærveru Agnesar. „Við byrjum að spjalla og Hannah spyr mig síðan hvort ég hafi fundið fyrir einhverju. Þegar ég játaði því þá sagði hún um leið að nú þyrftum við að tala saman, sem við gerðum.“

Hún tekur undir með því að Agnesi virðist svo sannarlega ætla að takast ætlunarverk sitt: Hollywood kvikmynd er í pípunum, nýverið er búið að sýna leikverk í Borgarleikhúsinu og þá blés Lögfræðingafélag Íslands til sýndarréttarhalda í haust þar sem dæmt var í máli hennar, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur með réttarfari nútímans.

„Það er heldur ekki laust við að manni finnist Agnes og saga hennar eiga erindi inn í #metoo umræðuna sem er búin að vera í gangi. Hún virðist einhvern veginn ekki ætla að linna látum. Við höldum þá bara áfram að reyna að gera eitthvað fyrir hana!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Bellingham valinn bestur
Gaf Díegó í jólagjöf
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri

Orðið á götunni: Þau leynast víða vinstri slysin – enn á ný horfa sjálfstæðismenn til vinstri
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City í kvöld – Komast þeir á beinu brautina?

Byrjunarlið Arsenal og Manchester City í kvöld – Komast þeir á beinu brautina?
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns

Varpar ljósi á hvernig líf dóttur hennar hefur breyst eftir heimskupör ungs ökumanns
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Bellingham valinn bestur
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Ofbeldismaðurinn fór að væla þegar þolandinn svaraði fyrir sig

Ofbeldismaðurinn fór að væla þegar þolandinn svaraði fyrir sig
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Gaf Díegó í jólagjöf
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kostnaður við endurbætur og stækkun Seðlabankans fram úr áætlunum

Kostnaður við endurbætur og stækkun Seðlabankans fram úr áætlunum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Össur segist hafa efasemdir um meðalgreindina í Valhöll eftir fjaðrafokið í stóra-brandaramálinu – „Herra trúr!“

Össur segist hafa efasemdir um meðalgreindina í Valhöll eftir fjaðrafokið í stóra-brandaramálinu – „Herra trúr!“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Koma Andra Rúnars staðfest í Garðabæ

Koma Andra Rúnars staðfest í Garðabæ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hneyksli David Beckham: Gleðikona frá Ástralíu var í spilinu – „David var magnaður elskhugi“

Hneyksli David Beckham: Gleðikona frá Ástralíu var í spilinu – „David var magnaður elskhugi“