fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025

George Clooney bauð 14 bestu vinum sínum í kvöldmat: Urðu orðlausir þegar þeir áttuðu sig á tilganginum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. desember 2017 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru til góðir vinir, frábærir vinir og svo er það hann George Clooney. Frásögn eins af bestu vinum Clooneys, viðskiptajöfursins Rande Gerber, á atviki sem varð 27. september árið 2013 hefur vakið mikla athygli. Það kvöld bauð Clooney bestu vinum sínum í kvöldmat.

„Við köllum okkur Strákana. George hringdi í mig og strákana og sagði okkur að taka 27. September 2013 frá því okkur væri boðið í kvöldmat heim til hans.“

Þegar hópurinn mætti til Clooneys tóku á móti þeim fjórtán skjalatöskur sem stóðu á borðinu. Clooney sagði þeim að opna töskurnar og blöstu þá við peningaseðlar í kílóavís, eða ein milljón dala í tuttugu dala seðlum.

„George útskýrði þetta og sagði að vinskapurinn væri honum mikils virði,“ sagði Rande við E! News. Clooney hefði nefnt að hann hefði oft fengið að gista heima hjá þeim á hans yngri árum, þegar hann var að reyna að fóta sig í hörðum heimi Hollywood. Peningarnir væru þakklætisvottur því vinirnir hefðu reynst honum svo vel og staðið með honum í gegnum súrt og sætt.

Gerber segir að nokkrir í vinahópnum séu ekki beint sterkefnaðir og því hafi peningarnir komið sumum betur en öðrum. Einn í hópnum vann á bar á flugvelli í Texas og átti í erfiðleikum með að láta enda ná saman. Það kom sér því vel að fá eina milljón dala á einu bretti. Sjálfur er Gerber efnaður en hann er kvæntur leikkonunni og fyrirsætunni fyrrverandi Cindy Crawford. Gerber sagði Clooney að hann gæti ekki tekið við þessum peningum, en Clooney þá sagt að ef hann tæki þá ekki fengi enginn þá.

Gerber ákvað því að taka við peningunum en lét þá renna óskipta til góðgerðarmála.

„Svona er George. Þetta var 27. september 2013. Þann 27. september 2014 kvæntist hann Amal. Það myndi ég kalla gott karma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Matur
Fyrir 10 klukkutímum
Draumabitar Láru
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Draumalandið Ísland

Björn Jón skrifar: Draumalandið Ísland
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Markaveisla í þremur viðureignum – United tapaði á Old Trafford

England: Markaveisla í þremur viðureignum – United tapaði á Old Trafford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu

Rýmingar á Seyðisfirði og Neskaupstað vegna snjóflóðahættu
433
Fyrir 15 klukkutímum

Viss um að þetta sé leikmaðurinn sem kemur Arsenal yfir línuna

Viss um að þetta sé leikmaðurinn sem kemur Arsenal yfir línuna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Rútuslys á Hellisheiði