fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025

Leikstjóri Titanic: Jack varð að deyja

Enn spurður um atriðið 20 árum síðar

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 3. desember 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Cameron, leikstjóri Titanic, Avatar og Terminator, er enn að svara spurningum um Titanic 20 árum eftir að hún var frumsýnd. Spurningarnar beinast sem fyrr að því hvort Jack Dawson, sem leikinn var af Leonardo DiCaprio, hefði komist fyrir á hurðinni sem Rose, sem leikin var af Kate Winslet, notaði til að halda sér úr sjónum í lok myndarinnar. Fyrir þá sem ekki muna komst Rose upp á hurð eftir að skipið fræga sökk og notaði hana til að halda sér upp úr ísköldu Atlantshafinu. Jack var hins vegar ofan í sjónum og var látinn úr ofkælingu þegar Rose var bjargað.

Hurðin sem Rose lá á var hins vegar nokkuð stór og því hafa margir sett spurningamerki við hvers vegna Jack hafi ekki einfaldlega klifrað upp á hurðina líka og náð þannig að lifa af. Cameron, Winslet og DiCaprio hafa oft verið spurð um þetta atriði og gefið misvísandi svör. Þátturinn Mythbusters, sem sérhæfir sig í að sannreyna sögusagnir og atriði úr kvikmyndum, taldi sig vera búinn að sanna að Jack hefði vel komist fyrir á hurðinni án þess að stefna Rose í hættu. Nýverið hefur svo mynd verið deilt á samfélagsmiðlum þar sem búið er að teikna útlínur hurðarinnar á gólf og pör sýna hvernig Rose og Jack hefðu getað komið sér fyrir.

Kate Winslet, James Cameron og Leonardo DiCaprio. Cameron leikstýrði og skrifaði handrit Titanic.
Kate Winslet, James Cameron og Leonardo DiCaprio. Cameron leikstýrði og skrifaði handrit Titanic.

Mynd: Getty Images

Cameron var spurður um þetta í viðtali í Vanity Fair og hafnaði hann því algjörlega að Jack hefði komist fyrir: „Auðvitað var þetta listræn ákvörðun, en hurðin var bara nógu stór til að halda henni, ekki nógu stór til að halda honum líka,“ segir Cameron. Hann bætti við að Jack hafi þurft að deyja söguþráðarins vegna: „Ef hann hefði lifað þá hefði endirinn á myndinni verið merkingarlaus. Myndin fjallar um dauða og aðskilnað, hann varð að deyja. Það hefði getað endað svona, nema hann hefði fengið skorstein yfir sig, hann þurfti einfaldlega að fara. Þetta kallast list, hlutir gerast af listrænum ástæðum, ekki út frá eðlisfræði.“

Cameron gaf lítið fyrir myndina af fólkinu og gólfinu og varðandi þátt Mythbusters sagði hann: „Okei prófum þetta. Þú ert Jack og vatnið er -2 gráðu heitt, heilinn á þér er byrjaður að ofkælast. Til að láta atriði Mythbusters ganga upp þarftu að taka af þér björgunarvestið, taka það af henni líka og binda þau bæði undir hurðina. Sem þýðir að þú þarft að synda neðansjávar í sjó sem er undir frostmarki, það gæti tekið 5 til 10 mínútur, þannig að þegar þú kemur aftur upp þá ertu löngu dauður. Það gengur ekki. Það besta sem hann gat gert í þessum aðstæðum var að halda efri hluta líkamans upp úr sjónum og vona að honum yrði bjargað áður en hann deyr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Auður: „Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið“

Auður: „Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum