Gylfi Ægisson tónlistarmaður greindi nýverið frá húsnæðisvandamálum sínum í kjöfar skilnaðar. Hann dvelur nú í húsbíl á tjaldstæðinu í Laugardal ásamt þremur köttum sínum. Á fimmtudag fékk hann heimsókn frá tveimur nývígðum alþingismönnum Flokks fólksins, þeim Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni. Með þeim í för var Edith Alvarsdóttir, þáttarstjórnandi hjá Útvarpi Sögu. Gylfi og aðrir íbúar tjaldstæðisins greindu gestunum frá því sem betur mætti fara varðandi öryggi og hreinlæti á staðnum. Gengu þeir rakleiðis á fund rekstraraðila tjaldstæðisins og kröfðust tafarlausra úrbóta.