fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Steini í Svissinum breytir bílhræjum í listaverk

Gerir upp bíla fyrir aðra í miðri viku en sína eigin um helgar – „Forréttindi að vinna við áhugamálið“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 5. nóvember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í iðnaðarhúsi við Kársnesbraut í Kópavogi er verkstæðið Svissinn staðsett. Strax þegar keyrt er í innkeyrsluna að verkstæðinu er ljóst að ekki er um neinn venjulegan stað að ræða. Á útvegg við verkstæðið blasir við kunnuglegur afturendi á glæsibifreið. Um er að ræða bílinn sem einkenndi veitingastaðinn Hard Rock í Kringlunni á árum áður og margir muna eftir. „Þeir voru í vandræðum með að ná bílnum niður þegar staðnum var lokað. Það var hringt í mig og ég var með græjur til þess. Í staðinn fékk ég að eiga bílinn,“ segir Aðalsteinn Ásgeirsson, betur þekktur sem Steini í Svissinum, þegar hann tekur á móti blaðamanni.

Steini kom bílnum fyrir á útivegg við verkstæði sitt enda má segja að bíllinn sé lýsandi fyrir Svissinn. Þar taka Steini og samstarfsmaður hans, Óskar Gunnarsson bílvirki, málmhrúgur, sem varla geta talist bílar lengur, í gegn og gert þá upp svo þeir líta betur út en þegar þeir voru nýir. Þeir eru ófáir bílarnir sem hafa farið í gegnum Svissinn í áranna rás.

Margir kannast við bílinn frá dýrðardögum hans við veitingastaðinn Hard Rock í Kringlunni.
Frægur afturendi Margir kannast við bílinn frá dýrðardögum hans við veitingastaðinn Hard Rock í Kringlunni.

Mynd: Björn Blöndal

Byrjaði sem dútl

„Ég hef ekki tölu á því hvað ég er búinn að gera marga bíla upp. En þeir eru ansi margir,“ segir Steini. Hann segist alltaf hafa haft brennandi áhuga á bílum en hann byrjaði ekki að vinna við áhugamálið fyrr en fyrir rúmum aldarfjórðungi. „Ég er menntaður rafvirki og starfaði sem slíkur. Síðan byrjaði ég á þessu dútli og það vatt upp á sig,“ segir Steini og brosir. Í dag er hann kominn á aldur og bílviðgerðirnar því fyrst og fremst áhugamál. . Í dag er hann kominn á aldur og bílviðgerðirnar því fyrst og fremst áhugamál.

Við fyrstu sýn virðist vera fullkomin óreiða í Svissinum en þegar betur er að gáð er öllu haganlega fyrir komið.
Skipulag Við fyrstu sýn virðist vera fullkomin óreiða í Svissinum en þegar betur er að gáð er öllu haganlega fyrir komið.

Mynd: Björn Blöndal

Svissinn er ekki stórt verkstæði, langt í frá. Um er að ræða eitt iðnaðarbil þar sem aðeins er pláss fyrir tvo bíla með góðu móti. Þeir félagarnir, Steini og Skari, ná hins vegar að koma þremur bílum þar fyrir þökk sé forláta lyftu. Það er í raun og veru ótrúlegt hvað mikið af alls konar dóti kemst fyrir í bilinu og að Steini og Skari geti í raun og veru skapað sér til rými til að vinna. Við fyrstu sýn virðist vera fullkomin óreiða inni á verkstæðinu en þegar betur er að gáð er öllu haganlega fyrir komið og þeir félagarnir geta gengið að sérhverjum hlut. Í raun og veru er Svissinn eins og lítið safn þar sem alls konar munum er komið fyrir og myndir af bílum hanga á veggjum.

Upp um alla veggi eru skemmtilegar myndir og áhugaverðir gripir.
Kaffihornið Upp um alla veggi eru skemmtilegar myndir og áhugaverðir gripir.

Mynd: Björn Blöndal

Allt smíðað frá grunni

Á miðju gólfinu er bílhræ sem Steini og Skari eru byrjaðir að vinna í. Bíllinn er nánast ryðgaður í sundur og varla má sjá nokkuð heillegt í bifreiðinni. Blaðamann óar við því gríðarlega verkefni sem fyrir höndum er. „Við erum að bíða eftir nokkrum hlutum sem við erum að panta að utan í þennan,“ segir Steini. Það er allur gangur á því hvort hægt sé að panta alla hluti að utan, en ef íhlutirnir finnast ekki þá smíða félagarnir þá frá grunni. „Við höfum góð sambönd víða til þess að finna þessa hluti,“ segir Steini. Stundum þarf að kemba netið í leitinni að hlutnum sem vantar og þar er Skari á heimavelli að sögn Steina.

Steini og Skari taka bifreiðir í afar slæmu ástandi og gera þær upp frá grunni.
Varla lengur bíll Steini og Skari taka bifreiðir í afar slæmu ástandi og gera þær upp frá grunni.

Mynd: Björn Blöndal

Eðli málsins samkvæmt fer gríðarlegur tími í að byggja upp slíkan bíl frá grunni og Skari sýnir blaðamanni myndaröð frá svipuðu verki. Þar er hver einasti smáhlutur í bílnum tekinn í gegn, pússaður eða smíðaður frá grunni og síðan er öllu haganlega fyrir komið. Þá er bíllinn sprautaður og mikil vinna lögð í að gera allar innréttingar, áklæði og skreytingar á bílnum eins og þær voru í upprunalegu útgáfunni. Að endingu er það rúsínan í pylsuendanum, límmiðar. „Við leggjum mikla vinnu í að finna límmiða eins og voru í upprunalegu bílunum. Límmiðarnir eru punkturinn yfir i-ið,“ segir Steini og hlær.

Steini grúskar í bílum hvern einasta dag og það er auðheyrt að hann og Skari gríðarlega ástríðu fyrir bílum. Á árum áður þegar vinnuvikunni lauk hjá Steina þá notaði hann helgarnar til þess að gera upp eigin bíla. „Ég nýt mín hvergi betur en hérna á verkstæðinu. Það hafa verið forréttindi að starfa við áhugamálið sitt og vonandi get ég sýslað við bíla eins lengi og unnt er,“ segir Steini. Sjálfur á hann sex glæsikerrur, tvær árgerðir af Cadillac-bifreiðum 1960 og 1969, blæjubíl af gerðinni Linconl Continental 1967, Corvettu frá árinu 1974, Pacer frá árinu 1976 og glæsilega Cadillac-limúsínu árgerð 1976. „Það tekur síðan ekki að telja upp hina bílana,“ segir Steini og skellihlær.

Steini fyrir framan fyrsta bílinn sinn, glæsilegan Cadillac.
Steini í Svissinum Steini fyrir framan fyrsta bílinn sinn, glæsilegan Cadillac.

Mynd: Björn Blöndal

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“