Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri og fyrrverandi dagskrárgerðarstjóri á Ríkisútvarpinu vill vita hvaða teprugangur sé í gangi í tengslum við kynferðislega áreitni.
Kynferðisleg áreitni hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga og vikur, í vikunni stigu hundruð kvenna í stjórnmálum fram með sögur af kynferðislegri áreitni, í dag birtist svo viðtal við Guðrúnu Jónsdóttur sem lýsti kynferðislegri áreitni þegar hún var í borgarstjórn Reykjavíkur og svo steig Alda Hrönn Jóhannsdóttir fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem segist hafa verið áreitt kynferðislega innan lögreglunnar og að slíkt viðgangist innan kerfisins og lögreglunnar.
Hrafn segir í opinni færslu á Fésbókarsíðu sinni í dag frá Útvarpssráðsfundi þar sem fræg leikkona mun hafa sagt: „Mikið held ég að lífið yrði leiðinlegt ef það væri ekki nein kynferðisleg áreitni“. Bætir Hrafn svo við: „Hvaða teprugangur er þetta“.