„Enginn tekur kynferðislegri áreitni fagnandi vinur“
Bubbi Morthens tónlistarmaður siðaði Hrafn Gunnlaugsson leikstjóra til og segir honum að enginn taki kynferðislegu ofbeldi fagnandi, daður sé hins vegar allt annað.
Hrafn Gunnlaugsson, sem var dagskrárstjóri og síðar framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, rifjaði upp á Fésbók ummæli sem fræg leikkona á að hafa látið falla á fundi Útvarpsráðs: „Mikið held ég að lífið yrði leiðinlegt ef það væri ekki nein kynferðisleg áreitni,“ mun leikkonan, sem Hrafn sagði ekki hver væri, hafa sagt. Hrafn bætti svo við: „Hvaða teprugangur er þetta“.
Bubbi Morthens siðaði Hrafn svo í athugasemd og sagði: „Enginn tekur kynferðislegri áreitni fagnandi vinur, enginn, það hefur vond áhrif. Daður er annað, allt annað.“