Jólabækurnar koma út ein af annarri. Ein þeirra, sem reiknað er með að verði á metsölulistum, er ný skáldsaga eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Sakramentið. Gísli Helgason, hljóðbókaútgefandi og blokkflautuleikari, er greinilega heillaður og segir á Facebook-síðu sinni: „Ég hef verið að vinna í hljóðritunum nokkurra hljóðbóka að undanförnu og held því vonandi áfram. Ólafur Jóhann Ólafsson er að koma út að mínu viti með meistaraverk sem heitir Sakramentið. Vel rituð, djúpvitur texti. Til hamingju.“