Hilmar Björnsson, yfirmaður íþróttadeildar RÚV, útilokar ekki að þess verði freistað að fá Guðmund Benediktsson, íþróttafréttamann á Stöð 2, að láni næsta sumar þegar HM í Rússlandi fer fram.
Lýsingar Guðmundar á Evrópumótinu sumarið 2016 vöktu athygli langt út fyrir landsteinanna og eftir að Ísland tryggði sér þátttökurétt á HM í Rússlandi fóru þær raddir að heyrast að Guðmundur ætti að lýsa leikjum íslenska liðsins.
Í samtali við Fótbolti.net segir Hilmar að engin ákvörðun um þetta hafi verið tekin. Verið sé að skoða allt sem tengist HM. „Við skoðum alla möguleika,“ sagði hann.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=9dQhIjUNNIs&w=560&h=315]