fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Komnar með tvö þúsund læk

Auður Ösp
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vildum sýna nemendum hversu fljótt mynd sem sett er á netið fer um allan heiminn,“ segir Birna Friðbjört S. Hannesdóttir grunnskólakennari á Patreksfirði. Hátt í tvö þúsund manns hafa deilt færslu sem hún birti ásamt samkennara sínum Jónínu Helgu Sigurðardóttir á facebook en færslan er hluti af verkefni sem þær stöllur eru að vinna með nemendum sínum um netöryggi og neteinelti.

Þetta verkefni kom til í gegnum eTwinning lærdómssamfélagið þar sem mér var boðið að taka þátt. Verkefnið er hluti af Erasmus KA219 verkefni og heitir á ensku: „Stand Up and Say NO! to Cyber Harressment,“ segir Birna Friðbjört í samtali við DV.is en hún kennir nemendum á miðstigi í Patreksskóla á Patreksfirði.

Líkt og fram kemur á heimasíðu verkefnisins er markmið verkefnisins meðal annars að
minnka bæði líkamleg og andleg vandamál varðandi neteinelti í skólum og ala upp andlega hrausta einstaklinga auk þess að hjálpa nemendum að verða meðvitaðir stafrænir borgarar sem nota internetið og samfélagsmiðla á skynsaman hátt. Þá er einnig stefnt að því að auka vitund fólks í samfélaginu um siðferðilega rétta notkun á tækni og auka jákvæða stafræna borgaravitund.

Þann 15.nóvember síðastliðinn birti Birna meðfylgjandi ljósmynd á facebooksíðu sinni og hvatti um leið fólk til að deila færslunni áfram. Viðbrögðin létu svo sannarlega ekki á sér standa en er þetta er ritað, rúmum fimm sólarhingum síðar hafa 1.983 einstaklingar deilt færslunni.

„Merkilegar staðreyndir voru að á fyrstu 30 sekúndunum voru tveir búnir að deila. Eftir 5 mínútur voru níu búnir að deila og á sjöttu mínútu var myndin komin í dreifingu út fyrir landið. Á níundu mínútu var ókunnur aðili búinn að deila myndinni, einhver sem ég þekkti ekkert til! Ég bjóst ekki alveg við að þetta færi svona fljótt til ókunnugra, semsagt þeirra sem eru ekki á vinalista. Þetta gerðist ótrúlega fljótt.“

Líkt og sjá má á athugasemdum undir færslunni hafa einstaklingar hvaðanæva úr heiminum deilt færslunni og má þar nefna Frakkland, Noreg, Svíþjóð, England, Finnland, Írland, Þýskaland, Ástralíu, Spán, Ítalíu, Chile, Nýja Sjáland, Sviss, Holland, Tæland og svo mætti lengi telja. Hægt að fræðast nánar um verkefnið hér.

„Við erum ekki byrjuð að setja það niður á blað en það eru næstu skref. Allar niðurstöður verða síðan settar á heimasíðuna okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Í gær

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“