fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Spacey sagður hafa sest í hásæti Bretadrottningar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 19. nóvember 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn efast um leikhæfileika Kevin Spacey sem hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir leik sinn. Hátterni hans hefur hins vegar ekki verið þannig að það kalli á lofsyrði en fjölmargir karlmenn hafa ásakað hann um að hafa sýnt þeim grófa kynferðislega áreitni. Eina umfjöllunin sem Spacey fær í fjölmiðlum er neikvæð og flestir eru á því að ferli hans sé lokið. Fall hans er hátt en hann getur engum um kennt nema sjálfum sér.

Sunday Times birti á dögunum frétt um að leikarinn hefði sest í hásæti drottningar í einkaheimsókn sinni í Buckingham-höll. Sú heimsókn var farin fyrir nokkrum árum þegar hann var listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins í London. Andrés prins er sagður hafa farið með Spacey inn í herbergið þar sem hásæti drottningar er og leikarinn á að hafa sest í það og mynd verið tekin af honum. Talsmaður Buckingham-hallar neitar að tjá sig um málið og talsmaður Andrésar segir að prinsinn muni ekki eftir þessu atviki. Blátt bann liggur við því að aðrir en drottningin setjist í hásætið. Hennar hátign er því örugglega ekki skemmt við þessa frétt sem rataði á forsíðu Sunday Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“