fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Elton John: Eiturlyfin gerðu mig að skrímsli

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er góð manneskju en eiturlyfin gerðu mig að skrímsli,“ sagði Elton John í tilfinningaþrunginni þakkarræðu þegar hann tók við mannúðarverðlaunum Harvard-stofnunarinnar í Cambridge á dögunum. Verðlaunin fékk tónlistarmaðurinn fyrir framlag sitt í baráttunni gegn HIV-sjúkdómnum.

Í ræðunni sagði Elton John einnig: „Ekki kasta lífi ykkar á glæ. Ég kastaði lífi mínu á glæ en í dag er ég að bæta mér upp glataðan tíma.“ Hann sagðist hafa séð á eftir vinum deyja úr eyðni og iðrast þess að hafa ekki lagt baráttunni gegn eyðni lið svo miklu fyrr en hann gerði. Hann talaði einnig máli mannréttinda, sagði að efla þyrfti heilsugæslu fyrir þá sem minna mættu sín, huga að rétti innflytjenda og berjast gegn kynþáttafordómum og ofbeldi. „Ég heiti ykkur því að við getum breytt heiminum og þá byrjum við á því að viðurkenna að mannkynið er eitt,“ sagði hann.

Eiginmaður Elton John, David Furnish, mætti með honum á athöfnina en saman eiga þeir synina Zachary, sex ára, og Elijah, sem er fjögurra ára. Hinir ungu synir fá þrjú pund í vasapeninga á viku, eitt pund eiga þeir að setja í góðgerðarmál, eitt pund eiga þeir að setja í sparibaukinn og einu pundi mega þeir eyða. Zachary og Elijah þurfa að vinna fyrir þessum vasapeningum og hjálpa til í eldhúsinu og í garðinum. „Þeir eiga að læra hversu mikilvægt það er að vinna og afla sér eigin tekna,“ segir hinn stolti faðir Elton John.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áströlsk dómnefnd velur sigurstranglegasta lagið annað kvöld – Mjótt á efstu tveimur en eitt lag þykir áberandi slakast

Áströlsk dómnefnd velur sigurstranglegasta lagið annað kvöld – Mjótt á efstu tveimur en eitt lag þykir áberandi slakast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ozempic er að eyðileggja félagslífið mitt – Og ég er ekki á lyfinu

Ozempic er að eyðileggja félagslífið mitt – Og ég er ekki á lyfinu