fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Vissu að O.J. Simpson væri sekur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 5. nóvember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi íþróttahetja og Ólympíugullhafi í tugþraut Caitlyn Jenner – sem hét Bruce Jenner áður en hún fór í kynleiðréttingu – sagði í viðtali við ástralska útvarpsstöð að hún og þáverandi eiginkona Kris Jenner hefðu vitað frá upphafi að O.J. Simpson hefði myrt eiginkonu sína Nicole Brown.

Caitlyn sagði að nokkrum vikum áður en Nicole var myrt árið 1994 hefði hún sagt við Kris, sem var vinkona hennar: „Hann segist ætla að drepa mig og komast upp með það af því að hann er O.J. Simpson.“ Caitlyn segir að Kris hafi ekki tekið þessi orð Nicole alvarlega. Þegar dómstóll sýknaði Simpson af morðinu segir Caitlyn að Kris hafi sagt: „Við hefðum átt að hlusta á Nicole, hún hafði rétt fyrir sér.“

Simpson var frjáls maður í fjórtán ár eftir morðið en var árið 2017 dæmdur í þrjátíu og þriggja ára fangelsi fyrir vopnað rán. Hann var látinn laus í október síðastliðnum. „Að vissu leyti komst hann upp með það sem hann gerði,“ sagði Caitlyn í útvarpsþættinum en bætti við: „Líf hans hefur verið eyðilagt – sem er gott. Ég hef ekkert talað við hann og mig langar ekki til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“
Fókus
Í gær

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol
Fókus
Fyrir 3 dögum

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live