fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Colman leikur Elísabetu drottningu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 5. nóvember 2017 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska leikkonan Olivia Colman mun leika Elísabetu Englandsdrottningu í þriðju og fjórðu þáttaröðinni af The Crown. Colman er gríðarlega virt leikkona og margverðlaunuð. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja hana sennilega best í hlutverki Angelu Burr í hinum rómuðu þáttum Næturverðinum en hún hlaut Golden Globe fyrir leik sinn í þeim og sem Ellie Miller í sakamálaþáttunum Broadchurch.

Leikkonan Claire Foy fór með hlutverk drottningarinnar í fyrstu tveimur þáttaröðunum af The Crown og hlaut Golden Globe-verðlaunin. Upptökum á annarri þáttaröðinni lauk í vor og sýningar hefjast í desember á Netflix og þar kemur í ljós að ekki er allt með besta móti í hjónabandi Elísabetar og Filippusar.

Upptökur á þriðju þáttaröðinni hefjast á næsta ári og þar er fjallað um tvo áratugi í lífi drottningar, árin frá fertugu til sextugs. Verði áframhald á gerð þáttanna mun síðan þurfa að finna enn eina leikkonu til að fara með hlutverk drottningar frá sextugu fram á daginn í dag í fimmtu og sjöttu þáttaröð. Þar ætti Helen Mirren að geta komið sterklega til greina. Reiknað hefur verið út að síðasta þáttaröð yrði sýnd árið 2025 en þá væri drottningin orðin 99 ára og Filippus prins 104 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“
Fókus
Í gær

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol
Fókus
Fyrir 3 dögum

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live