fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Polanski enn á ný sakaður um nauðgun

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 7. október 2017 21:30

Roman Polanski í sviðsljósinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýsk leikkona, Renate Langer, sem nú er 61 árs, segir að leikstjórinn Roman Polanski hafi nauðgað henni árið 1972 þegar hún var 15 ára gömul. Langer leitaði til svissnesku lögreglunnar sem kannar nú hvort mögulegt sé að ákæra leikstjórann svo löngu eftir hinn meinta glæp. Langer segist ekki áður hafa haft samband við lögreglu vegna málsins og sagði hvorki foreldrum sínum né vinum frá atvikinu á sínum tíma. „Móðir mín hefði fengið hjartaáfall,“ segir hún. „Ég skammaðist mín, var týnd og ein.“ Nokkrum árum seinna sagði hún kærasta sínum frá því hvað hefði gerst.

Langer vann á táningsaldri sem módel og var kynnt fyrir Polanski sem bauð henni í heimsókn og gaf í skyn að hann hefði áhuga á að fela henni kvikmyndahlutverk. Hún segir að hann hafi nauðgað henni í svefnherberginu og hún hafi reynt að berjast á móti en árangurslaust. Að hennar sögn hringdi Polanski mánuði síðar, baðst afsökunar og bauð henni kvikmyndahlutverk sem hún þáði. Hún fékk smáhlutverk í mynd hans Che? og Polanski lét hana í friði meðan á kvikmyndatökum stóð. Hún segir að hann hafði síðan komið í heimsókn þegar hún var ein heima og nauðgað henni. Hún segist hafa reynt að verjast með því að henda í hann vínflösku og ilmvatnsglasi.

Í ágústmánuði síðastliðnum sagði kona í Los Angeles að Polanski hefði nauðgað henni þegar hún var 16 ára gömul. Árið 2010 steig svo breska leikkonan Charlotte Lewis fram og sagði Polanski hafa beitt hana kynferðisofbeldi.

Polanski hefur búið í Frakklandi allt frá hann flúði Bandaríkin árið 1978 eftir að hafa verið sakaður um að hafa nauðgað hinni þrettán ára gömlu Samönthu Geimer. Hann viðurkenndi að hafa haft samræði við barn undir lögaldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“