fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fókus

„Það gusaðist yfir mig löngunin til að giftast henni“

Högni samdi lagið Moon Pitcher til unnustu sinnar Snæfríðar Ingvarsdóttur

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 29. október 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta sólóplata Högna, Two trains, kom út á dögunum hjá breska útgáfufyrirtækinu Erased Tapes. Platan hefur verið mörg ár í smíðum en vinnan verið stopul, enda margt drifið á daga tónlistarmannsins, lífið hefur ekki verið einstefna, hann hefur runnið út af teinunum og tekið óvæntar beygjur. Högni er í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV þar sem hann ræðir um lífið og tónlistina, geðhvörfin og tímann í Gus Gus, ást og körfubolta.

Fannst ég vera kominn heim

Eitt lag sker sig nokkuð úr hinum kalda og dökka hljómi plötunnar Two trains en það er lagið Moon Pitcher sem er bjart og grípandi, glaðvært lag með dansvænum takti. Högni gengst við því að lagið hafi verið samið til unnustu sinnar Snæfríðar Ingvarsdóttur leikkonu, en fyrr á árinu tilkynntu þau trúlofun sína.

„Ég samdi þetta lag þegar við vorum tiltölulega nýbyrjuð saman og ég var á hæsta tindi ástarinnar,“ segir Högni en þau hittust fyrst í sundi fyrir um þremur árum síðan. „Ég sá hana koma upp úr sundlauginni. Ég sá bara bakið hennar þegar hún steig upp úr lauginni en ég varð strax ástfanginn. Ég missti af henni í það skiptið en komst að því hver hún var, svo ég greip tækifærið þegar ég sá sama bak á Kaffibarnum stuttu seinna.“

Hann segir sambandið sterkt og í vor hafi honum fundist vera kominn tími til að taka það skrefinu lengra og bað Snæfríðar. „Ég gat ekki séð mér fært að gera neitt annað, mér fannst þetta bara vera rétti tíminn – það gusaðist yfir mig löngunin til að giftast henni, mér fannst ég vera kominn heim. Að finna sér félaga til að deila ástinni og lífinu með er svo ótrúlega dýrmætt. Það fylgir því auðvitað vinna og krefst mikillar athygli, en maður lærir líka svo mikið, lærir að hugsa um eitthvað annað en sjálfan sig – og það er mjög fallegt,“ segir Högni. Hann segir að tengdafaðirinn, stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson, hafi heldur ekki sett sig upp á móti þessum ráðahag.

„Eitt af því sem ég er svo glaður með að hafa fundið út er að ég get verið ástfanginn og hamingjusamur en svo bara skáldað þjáninguna – það er svo mikill misskilningur að maður þurfi að vera að upplifa tilfinningar til að geta samið um þær. Með því að semja um þær getur maður látið óttann, hræðsluna og þjáninguna vera til annars staðar en í manni sjálfum – að þessu leyti er listin svartigaldur, með henni getur maður skipt um ham.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“