fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Högni gerir upp tímann í Gus Gus: Leið oft eins og hálfgerðu skilnaðarbarni

Högni Egilsson hefur sagt skilið við Gus Gus – Pressa, álag og innbyrðis stríð

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 27. október 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta sólóplata Högna, Two trains, kom út á dögunum hjá breska útgáfufyrirtækinu Erased Tapes. Platan hefur verið mörg ár í smíðum en vinnan verið stopul, enda margt drifið á daga tónlistarmannsins, lífið hefur ekki verið einstefna, hann hefur runnið út af teinunum og tekið óvæntar beygjur. Högni er í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV þar sem hann ræðir um lífið og tónlistina, ást og körfubolta, geðhvörfin og tímann í Gus Gus.

Það er áratugur frá því að Högni Egilsson skaust fyrst fram á sjónarsviðið í íslensku menningarlífi með hljómsveit sinni Hjaltalín og plötunni Sleepdrunk Seasons. Sveitin sló í gegn, jafnt meðal gagnrýnenda og almennra hlustenda, og söngvarinn og lagahöfundurinn varð að þekktu andliti í borgarmynd Reykjavíkur, stór karakter með áberandi útlit og háleitan listrænan metnað.

Fljótlega var hann orðinn eftirsóttt tónskáld á mörkum popptónlistar og klassíkur, en árið 2011 venti hann hins vegar kvæði sínu í kross og gekk til liðs við teknósveitina Gus Gus. Tvær plötur og fjöldi tónleikaferðalaga, taumlaust partí og innri átök, hafa tekið sinn toll og hefur Högni nú sagt skilið við hljómsveitina og einbeitir sér að eigin tónlist.

Gleyptur af Gus Gus

„Á þessum tíma var ég eiginlega gleyptur af Gus Gus,“ segir Högni. Að beiðni eins meðlimanna Stephans Stephensen – sem yfirleitt er kallaður President Bongo – hafði Högni byrjað að syngja bakraddir á nokkrum lögum með Gus Gus, það gekk vel og smám saman var hann genginn í þessa fornfrægu teknósveit og vann með henni að plötunum Arabian Horse sem kom út árið 2011 og Mexico, sem kom út 2014.

Vinsældir sveitarinnar hafa sjaldan verið meiri en undanfarin ár og hefur hún ferðast um heiminn nánast stanslaust, leikið á stórum tónleikum þar sem Högni hefur lifað rokkdrauminn – sérstaklega í Austur-Evrópu þar sem sveitin er víst hálfpartinn í guðatölu. „Ég fór algjörlega inn í þennan klúbbaheim og hvarf eiginlega úr þeim tónskáldaheimi sem ég var þá búinn að koma mér inn í,“ segir Högni. „Auðvitað er þetta performans, mikil músík og gaman en líka mikil veisla og partí.“

„Þegar ég horfi til baka hugsa ég til ævintýrisins um Gosa, þar sem hann er á leiðinni í skólann en hittir tvo refi sem freista hans og sannfæra hann um að ganga í sirkusinn þar sem hann verði dýrkaður og elskaður. Þvert á samvisku sína, engisprettuna Jiminy cricket, fylgir hann þeim og endar svo á „Pleasure Island“ þar sem menn reykja og skemmta sér allan daginn og breytast síðan í asna. Ætli þetta sé ekki dæmisaga um freistingar, kannski svipað og í sumum álfasögunum hér á Íslandi, þar sem álfameyjar lokka til sín unga menn. Annaðhvort snúa þeir til baka með sögu að segja eða eru algjörlega búnir að missa vitið. Þessar freistingar og gylliboð eru hálfgerð geðveiki.“

Meðfram veislunni hafa einnig verið mikil átök í Gus Gus og það vakti sérstaka athygli árið 2015 þegar Stephan, einn af stofnmeðlimunum, sagði skilið við sveitina eftir 20 ára samferð. Högni vill lítið segja um deilur stofnmeðlimanna en viðurkennir að á þessum tíma hafi sér oft liðið eins og hálfgerðu skilnaðarbarni.

Þegar leiðir Högna og Gus Gus skildu svo síðasta sumar hafði andrúmsloftið, álagið og rokkstjörnulífernið tekið sinn toll á heilsu söngvarans. „Það var alltaf mikil pressa, álag og svo þetta innbyrðis stríð og drama í hljómsveitinni. Þetta var farið að taka mikinn skerf af mér. Fyrst eftir að það var ákveðið að ég myndi hætta var ég svolítið smeykur við þessar breytingar, en þetta varð að tækifæri til að endurskoða hvað mér þykir kært, taka ábyrgð á eigin listrænu sköpun og eigin lífi og heilsu,“ segir Högni. „Og svo veit maður aldrei með framtíðina. Gus Gus er þannig batterí að það er ekkert útilokað að maður snúi einhvern tímann aftur. Daníel Ágúst sneri til dæmis aftur eftir sjö ára hlé.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð