Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson er liðtækur skákmaður. Um síðastliðina helgi fór fram Íslandsmót skákfélaga þar sem mörg hundruð skákmenn tefldu og lét Brynar ekki sitt eftir liggja þrátt fyrir að vera á fullu í kosningabaráttu.
Hann tefldi eina skák fyrir sitt lið, Taflfélag Reykjavíkur, og ekki kom til greina annað en að hann tæki sæti í D-liði félagsins.
Það varð þó Brynjari ekki til happs því hann mátti sætta sig við koss dauðans á reitunum sextíu og fjórum gegn liðsmanni Skákfélags Siglufjarðar.