fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Góðu og dökku hliðar Muhammad Ali

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 26. október 2017 22:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítarleg ævisaga Muhammad Ali er komin út. Bókin heitir einfaldlega Ali og höfundur hennar er Joanathan Eig sem tók rúmlega 600 viðtöl við samningu verksins, en bók hans er 640 síður. Hún þykir gefa glögga mynd af Ali, en þar er ekki einungis fjallað um góðu hliðar hans, heldur einnig þær myrku.

Ali var sterkur karakter, lífsglaður og hafði gaman af að bregða á leik. Hann átti til að kíkja í símaskrána, velja þar nafn af handahófi og hringja í viðkomandi, kynna sig og halda uppi hrókasamræðum. Margar sögur eins og þessa, sem sýna Ali upp á sitt besta, er að finna í bókinni.

Myrka hliðin snýr að einkalífi hans. Ali kvæntist fjórum sinnum og hafði lítinn áhuga á að vera trúr eiginkonum sínum. Belinda, önnur eiginkona hans, fann einna mest fyrir því, en þau voru gift á árunum 1967–1976. Hún reyndi að taka framhjáhaldi hans af rósemi, bókaði jafnvel hótelherbergi fyrir ástkonur hans. „Ég var ung stúlka. Hann átti sína dökku hlið og hann stjórnaði mér,“ er haft eftir henni í bókinni. Þegar hann fór síðan að taka ástkonur sínar inn á heimilið fór að draga verulega úr þolinmæði Belindu. Dag einn bað Ali hana um að fara að kaupa í matinn. Þegar hún uppgötvaði að hún hefði gleymt buddu sinni sneri hún við og kom að Ali í rúmi þeirra hjóna með ástkonu. Börn þeirra voru að leik í öðru herbergi. „Honum var sama. Hann var Muhammad Ali. Hann gat gert það sem honum sýndist,“ segir Belinda í bókinni.

Eig fjallar ítarlega um heilsuleysi Ali og kemst að því að Ali hafi þjáðst af heilaskaða strax árið 1970 þegar hann var 28 ára gamall. Höfundur þykir koma því einkar vel til skila af hve miklu æðruleysi Ali tókst á við veikindi sín, en hann heyrðist aldrei kvarta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024