fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Mark Wahlberg fullur eftirsjár út af þessu hlutverki

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. október 2017 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Mark Wahlberg gæti tekið eina ákvörðun frá leiklistarferli sínum til baka þá væri hann líklega ekki í neinum vandræðum með að velja.

Wahlberg sló sem kunnugt er í gegn í myndinni Boogie Nights þar sem hann fór með hlutverk klámmyndaleikarans Dirk Diggler. Myndin, sem kom út árið 1997, hlaut einróma lof gagnrýnenda en sjálfur segist Wahlberg sjá eftir því að hafa leikið í myndinni.

Wahlberg, sem er kaþólskur, sagði viðtali við Chicago Tribune á dögunum að hann vonaði að Guð fyrirgæfi honum vegna leiks hans í myndinni. Viðurkenndi hann að hafa í nokkur skipti ekki vandað nógu vel til verka þegar hann valdi sér hlutverk og nefndi hann sérstaklega hlutverkið í Boogie Nights í því samhengi.

Í myndinni er fylgst með risi og falli Dirks Digglers í klámmyndabransanum í Bandaríkjunum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar.

Wahlberg hefur oft tjáð sig um trúarlíf sitt og hélt hann til dæmis boð fyrir Frans páfa þegar páfinn heimsótti Bandaríkin árið 2015. Þá nefndi Wahlberg, í gríni, hvort Frans myndi fyrirgefa honum vegna leiks hans í myndinni Ted.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“