fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Mark Wahlberg fullur eftirsjár út af þessu hlutverki

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. október 2017 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Mark Wahlberg gæti tekið eina ákvörðun frá leiklistarferli sínum til baka þá væri hann líklega ekki í neinum vandræðum með að velja.

Wahlberg sló sem kunnugt er í gegn í myndinni Boogie Nights þar sem hann fór með hlutverk klámmyndaleikarans Dirk Diggler. Myndin, sem kom út árið 1997, hlaut einróma lof gagnrýnenda en sjálfur segist Wahlberg sjá eftir því að hafa leikið í myndinni.

Wahlberg, sem er kaþólskur, sagði viðtali við Chicago Tribune á dögunum að hann vonaði að Guð fyrirgæfi honum vegna leiks hans í myndinni. Viðurkenndi hann að hafa í nokkur skipti ekki vandað nógu vel til verka þegar hann valdi sér hlutverk og nefndi hann sérstaklega hlutverkið í Boogie Nights í því samhengi.

Í myndinni er fylgst með risi og falli Dirks Digglers í klámmyndabransanum í Bandaríkjunum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar.

Wahlberg hefur oft tjáð sig um trúarlíf sitt og hélt hann til dæmis boð fyrir Frans páfa þegar páfinn heimsótti Bandaríkin árið 2015. Þá nefndi Wahlberg, í gríni, hvort Frans myndi fyrirgefa honum vegna leiks hans í myndinni Ted.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum