Það er ekki að ósekju að Íslendingar eru farnir að flykkjast í helgarferðir til Póllands því verðlagið er gífurlega hagstætt. Jónína Ben rekur þar afeitrunarstöð sem virðist ganga prýðilega.
Svo vel að hún bauð bónda sínum, Gunnari Þorsteinssyni áður í Krossinum, út að borða gull.
Hún segir að í Gdansk sé hægt að fá anda- eða laxarétt með gulli fyrir 1.800 krónur íslenskar.
Þetta eru réttir sem íslenskir bankamenn urðu alræmdir fyrir að borða á árunum fyrir hrun.