„Ég er ekki að segja að maður eigi að vera ofboðslega stoltur af því að vera að framleiða klám en ég tók þá ákvörðun og ég ætla að gera þetta með sæmd. Ég ætla bara að vera stoltur af því sem ég er að gera. Þetta er óhefðbundið en ef þú ætlar að vera með einhver leiðindi þá skaltu bara halda þeim út af fyrir þig,“ segir hinn tvítugi Stefan Octavian Gheorge. Stefan er fyrsti íslenski klámmyndaleikarinn sem vitað er um. í kjölfar svæsinna sögusagna ákvað hann að stíga fram og greina opinskátt frá starfi sínu. Hann segir viðhorfið til klámiðnaðarins mun opinskárra í öðrum löndum Evrópu og vill uppræta þau viðhorf sem ríkja hér á landi.
Stefan var í viðtali við DV í júlí í fyrra þar sem fram kom að hann var ættleiddur til Íslands frá Rúmeníu árið 2000 af íslenskum hjónum. Hann vann á þeim tíma sem vaktstjóri á Kiki-queer bar við Laugaveg en síðan þá hefur ýmislegt breyst.
„Þetta byrjaði allt þegar ég fór í frí til Barcelona núna í vor. Þar kynntist ég strák á ströndinni sem er klámstjarna. Ég viðurkenni það alveg að þegar hann sagði mér að hann væri að leika í klámmyndum þá hugsaði ég að það væri örugglega pínu „shabby“ og skítugt,“ segir Stefan aðspurður um hvernig það kom til að hann fór út í þennan bransa.
Í gegnum piltinn komst Stefan síðan í kynni við eiganda fyrirtækisins sem rekur meðal annars módelskrifstofu í Barcelona.
„Ég byrjaði síðan að vinna sem módel fyrir undirfatnað og svo vatt þetta upp á sig og það var byrjað að ýja að mér hvort ég hefði ekki áhuga á að prófa klám. Í fyrstu sagði ég alltaf nei og það væri ekki séns á að ég myndi gera það. En svo fór ég að kynnast þessum heimi betur og sá að þeir sem taka þátt í þessu eru oft á tíðum bara mjög venjulegt fólk sem lifir venjulegu lífi. Og ég fór að pæla í þessu: af hverju ekki bara að prófa þetta? Í versta falli myndu einhverjir úti í bæ segja eitthvað neikvætt um mig en af hverju ætti mér ekki að vera sama? Svo ég ákvað bara að prófa þetta og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hefur mér aldrei verið sýnd eins mikil virðing á neinum vinnustað. Ég hef unnið á allskyns vinnustöðum með alls kyns fólki og ég hef aldrei upplifað eins mikið öryggi og fundið fyrir jafn mikilli virðingu frá yfirmönnum mínum.“
Hann lék í sinni fyrstu mynd í júní og síðan þá hafa átta aðrar bæst við. Fyrsta myndin fór hins vegar ekki á netið fyrr en í gær, enda tekur eftirvinnslan dágóðan tíma að hans sögn. Stefan hefur undanfarna mánuði búið í Glasgow og flýgur reglulega til Prag til að leika í myndum. Fyrirtækið sem hann vinnur hjá er með aðalstöðvar sínar í Amsterdam og rekur dótturfyrirtæki sín í nokkrum öðrum löndum. Hefur Stefan unnið fyrir dótturfyrirtæki í Prag sem gerir einkum út á framleiðslu klámmyndefnis. Hann segir klámleikara sem starfa fyrir fyrirtækið lúta ýmsum reglum. Þeir mega ekki neyta áfengis eða fíkniefna og þurfa þar að auki að gangast undir kynsjúkdómapróf reglulega. Þá hafa þeir aðgang að lækni og sálfræðingi á vegum fyrirtækisins.
Stefan segist fyrst hafa verið talsvert stressaður. Hann hafi þó farið í skóla til að læra helstu aðferðir. „Fyrst var ég stressaður fyrir þessu og kveið rosalega fyrir þessu öllu en í dag finnst mér sjúklega gaman. Þetta er upplifun og þú lærir helling. Þú ferð í skóla áður en þú getur farið að vinna við þetta. Þú lærir fyrst hvernig hringvöðvinn virkar og hvaða taugar eru í endaþarminum, og allt þetta. Ef þú ætlar að vera módel hjá þeim þá þarftu bara að gjöra svo vel að fara í þennan skóla og læra þetta. Þér er kennt hvernig þú átt að totta og hvernig þú átt að gera þetta. Það eru bara ákveðnar aðferðir sem eru kenndar til að gera þetta sem flottast,“ segir Stefan en skólinn lýsir sér svo að læknar kenna módelunum á mannslíkamann í tveggja daga námskeiði.
Stefan segir að lyf séu notuð til að klámstjörnurnar, eins og hann orðar það, geti haldið reisn. „Það er enginn normal maður að vera með standpínu í sex klukkutíma straight. Það er bara ekki hægt líffræðilega séð. Svo við fáum sprautu í typpið stundum til að vera harðir og þá erum við bara harðir þangað til við fáum það. Ég veit ekki nákvæmlega hvaða efni þetta er, þetta er eins og viagra en miklu sterkara og þetta er sprautað í þig. Þetta er rosalega þunn, stutt og lítil nál sem er stungið í typpið á þér. Á þessu námskeiði þá fær maður svolítið kynfræðslu á sterum. Ég gæti farið fyrir framan Siggu Dögg kynfræðing og malað hana hvað varðar tott og typpi. Ég myndi rústa henni, ég veit bara svo mikið um þetta. Íslenskir læknar hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala þegar kemur að þessu, ekki nema þeir séu algjörir sérfræðingar frá Svíþjóð,“ segir Stefan.
Fyrir rúmum mánuði byrjuðu vinir og fjölskylda Stefans að hafa samband við hann og spyrja hann út í sögusagnir þess efnis að hann væri að framleiða klámefni.
„Ég veit ekki alveg hvernig þetta fór af stað og spurðist út. Ég var að fljúga til Glasgow og Prag og millilenti á Íslandi. Síðan gerðist það að ég veiktist í vélinni og þurfti að fara á spítala og endaði á því að vera í viku á Íslandi. Á meðan ég var á spítalanum fékk ég skilaboð frá gamalli bekkjarsystur minni en vinkona hennar hafði þá sýnt henni twitter síðuna mína og það sem ég hafði sett inn þar. Síðan hefur þetta spurst út og ég fékk endalaust af spurningum frá öllum sem ég þekki. Ég eyddi þremur sólarhringum bara í það að tala í símann og svara endalausum emailum og Snapchat skilaboðum með spurningum. Ég opinberaði líka á Snapchat að ég væri að gera klám og fékk þá milljón spurningar í viðbót.
Í fyrstu ætlaði ég ekki að ræða þetta neitt opinberlega hérna heima. En Ísland er svo lítil þjóð og það er kominn tími til að stíga út úr þessum ramma. Þeir sem þekkja mig vita að ég er góður strákur sem reynir alltaf að vera hreinn og beinn. “
En hvernig hafa þínir nánustu tekið í þetta, eins og til dæmis foreldrar þínir?
Ég sagði mömmu þetta sem síðan lét pabba vita. Ég veit ekki hver viðbrögð pabba voru. Viðbrögðin hjá mömmu voru í þeim dúr að hún var auðvitað ekkert hoppandi glöð en hún veit að þetta er mín ákvörðun og það er ekki hægt að banna mér neitt. Hún er eiginlega bara hlutlaus. Hún vill bara ekkert ræða þetta og ég vil ekki ræða þetta við mömmu mína heldur. Hún veit af þessu, það er nóg.
Stefan segist hafa fengið mikil viðbrögð þegar það fór að kvisast út að hann væri að leika í klámi. „Mér finnst að það sem fólkið heima þarf að passa sig á, og er ástæðan fyrir því að ég sagði við fólk að tala frekar við mig en að senda myndir á vini mína, er sú að manneskja hefur kannski engan áhuga á því að sjá þetta. Þess vegna segi ég við fólk að koma frekar til mín því svo sendir þú kannski einhverri Gunnu út í bæ þetta og hún bara argar og segir af hverju ertu að senda mér þetta. Svo fæ ég einhverja drullu yfir mig, en það var ekki ég sem sendi þetta. Flestum hefur bara þótt þetta kúl. Ég hef helst búist við því að það væru þessar týpísku sem myndu vera með vesen, þessar hysterísku mæður úti í bæ. Sjötíu prósent af þeim sem horfa á klám í dag er fólk sem er 35 plús. Þau horfa meira á klám en yngri kynslóðin,“ segir Stefan og bætir við að heilt yfir hafi viðbrögðin verið mjög jákvæð.
Hann segist þó þekktur fyrir að svara fullum hálsi. „Ég segi bara: „ég respecta þig, þá skalt þú respecta mig og þá skaltu bara halda kjafti“. Ég er svolítið þessi týpa ef fólk ætlar að vera með einhver leiðindi. Það er kannski þess vegna sem fólk er ekki með leiðindi. En það sem ég segi líka bara er að ég reyni að gera mitt besta, auðvitað erum við öll mennsk og allir gera mistök og sumir geta sagt eitthvað sem þeir ætluðu ekki að segja.“
Stefan segir þó að hann hafi fengið smá leiðindi frá fyrrverandi kærasta sínum og tengdó. „Þau kommentuðu, áður en ég var búinn að opinbera þetta, á status hjá mér á Facebook: „Ég ætla að biðja þig vinsamlegast að eyða öllum myndum af mér og mínu fólki af Facebook hjá þér“. Er ég bara orðinn einhver morðingi af því að ég er að framleiða klám? Nei, í alvörunni talað þá er þetta fáránleg hegðun hjá fullorðni konu og nítján ára einstakling. Ég sem „pornstar“ er ekkert verri manneskja heldur en þú eða einhver annar. Það er það sem særir mig mest, þegar fólk heldur bara að ég sé eitthvað frík. Ég er ekkert meira geðveikur eða klikkaður þó ég sé að gera þetta“ segir Stefan.
Stefan segist ekki óttast athugasemdir í kommentakerfinu. „Það er oft sagt við mann að lesa ekki kommentakerfið en mér er alveg sama. Ef einhver gaur úti í bæ segir að ég sé með ógeðslegt rassgat þá er það bara hans vandamál. Af hverju á ég að vera paranojaður yfri því. Það er svolítið þannig sem ég horfi á þetta. Þess vegna get ég alveg tekið á móti gagnrýni í kringum þetta og þess vegna get ég alveg lesið kommentakerfið. Ef að þér finnst ég vera í ljótum buxum í dag þá er það bara þitt, mér finnst þetta vera flottar buxur og ég ætla bara að vera í þessum buxum,“ segir Stefan.
„Þegar þú ferð út í þetta þá þarftu að vera alveg viss af því að það er öruggt að það munu koma myndir og video af þér á netið sem munu síðan lifa þar að eilífu“
Stefan segir að núorðið svari hann einfaldlega hispurslaust þegar hann er spurður út hvað hann sé að gera. „ Ég hef fengið allskonar spurningar en það er ekki búið að vera mikið um leiðindakomment. Ég ákvað það líka bara strax að ég ætlaði ekki að taka slíkt inn á mig. Þegar þú ferð út í þetta þá þarftu að vera alveg viss af því að það er öruggt að það munu koma myndir og video af þér á netið sem munu síðan lifa þar að eilífu. Langflestir hafa verið jákvæðir gagnvart þessu, sérstaklega eftir að ég hef útskýrt fyrir þeim hvað ég er að gera og út á hvað þetta gengur. Ef fólk er með einhverjar spurningar þá vil ég að það reyni að fá eitthvað út úr vinum mínum, ég vil frekar að það komi beint til mín og ég get þá svarað þeim. Ég held að fólk sé almennt hrætt við það sem það ekki.
Ef einhverjir koma með athugasemdir eins og að það sé subbulegt og ógeðslegt að vera í klámi þá spyr ég fólk á móti hvort það horfi á klám. Þá veit fólk oft ekkert hvernig það á að svara. Ég get þá sagt á móti: Þú værir ekki að horfa á þetta og njóta þess ef að ég væri ekki að búa þetta til. Þetta er óhefðbundin vinna en svo er líka málið að það er búið að skíta þennan iðnað svo mikið út.“
Þá bendir Stefan á að þegar kemur að klámsíðum á netinu sé stór munur á þeim síðum sem eru aðgengilegar öllum og öðrum síðum, líkt og þeirri sem hann vinnur fyrir. Hann nefnir sem dæmi eina af stærstu og algengustu klámsíðunum og bendir á að hún sé aðgengileg hverjum sem er og hver sem er geti sett þar inn efni. „Það getur hver sem er hent inn klámvideo þangað. Einhver gæti til dæmis tekið upp á því að byrla einhverjum dópi og nauðga og henda video af því þarna inn. Það er allt annað en eins og á síðunni sem ég vinn fyrir en þar þarftu að greiða fyrir aðganginn, þar er enginn neyddur til að gera neitt og svo er líka reynt að para saman módel sem eiga vel saman. Þar er þetta allt hundrað prósent „professional.“
Það eru líka margir sem tengja klámheiminn við dópheiminn en ég get alveg sagt að ég forðast fíkniefni eins og heitan eldinn, ég hef aldrei notað dóp og kem ekki til með að gera það.“
Stefan er oft spurður um upphæðirnar í klámgeiranum. Hann segir vissulega sé hægt að lifa mjög góðu lífi af því að framleiða klámefni.
Peningarnir voru alveg stór ástæða fyrir því að ég ákvað að prófa þetta, ég sá að þetta gæti verið fín leið til að fá aukapening. Ég er oft spurður um hvort það sé ekki miklir peningar í þessu. Ég svara því að á meðan ég lifað á þessu þá er ég sáttur. Ég hef það vissulega gott, ég get ferðast út um allt og gert það sem mig langar til og er búinn að geta greitt niður rosalega mikið af skuldum sem ég var búinn að koma mér í á Íslandi. Ég gæti ekki verið að ferðast og gera allt það sem ég er að gera í dag ef ég væri ekki með peninga.
Stefan kveðst upplifa stóran mun á viðhorfa fólks til klámiðnaðarins á Íslandi og annars staðar í Evrópu. Þar sé iðnaðurinn viðurkenndur.
„Þar er þetta í alvörunni „bisness“ og þar er þetta rosalega stór iðnaður. Fólk verður ekki nærri því eins sjokkerað þegar maður segir að maður sé að leika í klámmyndum. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem verða hneykslaðir en mér finnst miklu algengara að fólk taki bara vel í þetta og líti á þetta eins og hverja aðra vinnu.
Hann nefnir sem dæmi að einn af mótleikurum hans vinni sem slökkviliðsmaður og einkaþjálfari og leiki í klámmyndum þess á milli til að fá aukatekjur. Þá sé framleiðandi hjá fyrirtækinu sem starfi einnig við náttúrulífsmyndatökur í Afríku og auglýsingamyndatökur fyrir Ikea.
„Ég hef fundið fyrir því eins og á skemmtistöðum að fólk komi fram við mig eins og eitthvað leikfang sem er bara hægt að nota að vild“
Hann bætir því við að vissulega fylgi klámbransanum skuggahliðar.
„Ég hef fundið fyrir því eins og á skemmtistöðum að fólk komi fram við mig eins og eitthvað leikfang sem er bara hægt að nota að vild. Eins og ég sé ekki manneskja og það sé bara sjálfsagt að slá á rassinn á mér. Ég hef líka fengið allskonar skilaboð frá fólki sem hefur fylgst með mér á Snapchat og fleiri miðlum. Hinir og þessir að segja mér hvað þeir vilji gera við mig og með mér, segja mér frá alls kyns fantasíum og að þeir vilji giftast mér.
Ég fæ líka sent alls kyns dót í pósti, eins og nærbuxur sem búið að að rúnka sér í og allskonar kynlífsdót. Það væri full vinna að standa í því að svara öllum þessum skilaboðum sem ég fær.
Hann gengur undir klámyndanafninu Charlie Keller. „Þegar fólk segir við mig: „hey, ég sá þig á klámsíðu þá segi ég: „nei, þú sást ekki mig, þú sást Charlie. Ég er Stefan en Charlie er allt annar karakter.“
Stefan notar samfélagsmiðla til að auglýsa vinnu sína og hefur hann undanfarnar vikur og mánuði byggt upp fylgjendahóp á Snapchat, og nú á Twitter. Snapchat er að hans sögn stærsti vettvangurinn. Þar sýnir hann frá daglegu lífi sínu og svarar fjölda spurninga á hverjum degi.
„Ástæðan fyrir því að ég bæði með Instagram, Snapchat og Twitter er sú að ég vil ná til sem flestra og það er eru ekkert allir á öllum þessum miðlum. Snacphat er samt langstærst og undanfarið hafa verið að bætast við tvö til þrjúhundruð manns á dag. Fylgjendurnir eru bæði karlar og konur og koma frá alls kyns löndum. Snappið er mikilvægt fyrir mig til að auglýsa það sem ég er að gera og vera í tengslum við aðdáendur. Ég hef líka sýnt það sem ég er að fá sent í pósti, en ég birti sjaldnar nektarmyndir.
Ef það er nýtt efni að fara að koma út get ég látið fylgjendurna vita, og ég gerði það einmitt með fyrstu myndina mína sem kom út í gær. Ég fékk að vita fyrir viku að myndin væri á leiðinni á netið og þá kom sér vel að vera kominn með svona stóran fylgjendahóp, ég gat látið þá vita að myndin væri á leiðinni.“
Stefan hefur einnig tekur að sér önnur verkefni fyrir fyrirtækið, sem fela meðal annars í sér að heimsækja bari á vegum fyrirtækisins í nokkrum Evrópulöndum og halda viðskiptavinum félagsskap. Viðskiptavinirnir sem um ræðir eru oftast vel stæðir miðaldra menn. „Okkar hlutverk er þá að setjast hjá þeim og leyfa þeim að kaupa handa okkur drykki en ekkert meira en að. Við fáum síðan prósentur af áfengissölunni. En við þurfum líka sjálfir að hemja okkur og passa að detta ekki í eitthvað fyllerí og djamm enda getum við alltaf farið afsíðis og tekið pásu og náð okkur niður.“
Hann fékk nýlega tilboð frá aðalstöðvum fyrirtækisins um að sjá um samfélagsmiðlana á vegum þess auk þess að vera svokallaður „model manager“. Hann mun því sjá um finna fyrirsætur fyrir fyrirtækið bæði fyrir klám og einnig fyrir önnur verkefni ótengd klámheiminum, svosem tískumyndatökur.
Framtíðarmarkmiðið sé að taka við verðlaunum á árlegri uppskeruhátíð geirans sem sem haldin er í Las Vegas ár hvert. Þangað stefnir hann strax á næsta ári.
„Ég vil taka þetta alla leið enda hefur mér gengið vel og ég veit að ég er að gera eitthvað rétt. Mig langar líka að prófa að framleiða mitt eigið efni í framtíðinni og vinna þá sem framleiðandi hjá fyrirtækinu. Það eru nefnilega margir möguleikar í þessu.“
Stefan segir að Íslendingar sem þjóð séu alltof uppteknir við að stýra hegðun hvors annars. „Við erum svolítið mikið í því að passa hvað aðrir eru að gera og við þurfum að hætta því. Ég get alveg viðurkennt það að ég var algjör hrokagikkur og bara algjör pussa fyrir tveimur árum. Ég dæmdi fólk bara eins og ég veit ekki hvað, það voru allir algjörir aumingjar og ég var bestur og flottastur á toppnum. Svo bara lærði ég bara það, af hverju í ósköpunum að pæla hvað aðrir eru að gera. Ég ætla bara að gera það sem ég er að gera og gera það skemmtilega.“