Andrea Eir Sigurfinnsdóttir veiktist fyrr í mánuðinum og fékk hún vírus í hjartað og bráða hjartabólgu. Miðvikudaginn 11. október var hún flutt með sjúkraflugi á Karólinska sjúkrahúsið í Svíþjóð. Var Andrea litla þungt haldin og haldið sofandi. Hún lést þann 15. október, á sunnudagskvöld. Andrea Eir var aðeins 5 ára gömul og búsett á Selfossi.
Veikindin og andlát Andreu hafa lamað fjölskyldu hennar, foreldra og systkini úr sorg. Þá er kostnaður vegna veikinda mikill.
Auður Hlín Ólafsdóttir vinkona foreldra Andreu ásamt fleiri vinum og ættingjum stóð fyrir söfnun þegar í ljós kom að leita þyrfti út fyrir landsteinanna til að freista þess að bjarga lífi stúlkunnar. Söfnun fyrir fjölskylduna sem nú tekst á við sorg sem ekki verður lýst í orðum, heldur áfram.
Þeir sem geta aðstoðað fjölskylduna er bent á styrktarreikning sem er á nafni Guðrúnar Jónu Borgarsdóttur, móðir Andreu:
Rkn: 0586-26-850105 – Kt: 041177-3499