fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Óvinalisti Trumps

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 14. október 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðjöfurinn Richard Branson hefur skrifað endurminningabók sem nefnist My Virginity. Þar segir hann meðal annars af samskiptum sínum við Donald Trump. Þeir hittust fyrst fyrir um þrjátíu árum þegar Trump bauð Branson hádegisverð á heimili sínu í Manhattan. Umræðuefnið var það fólk sem Trump sagðist ætla að hefna sín á. Hann sagði Branson að þegar hann átti í fjárhagsvandræðum hefði hann hringt í tíu manns til að biðja um aðstoð og fimm einstaklingar sögðust ekki vilja hjálpa honum. „Hann eyddi því sem eftir var af þessum sérkennilega matartíma í að segja mér hvernig hann ætlaði að eyðileggja líf þessara fimm einstaklinga,“ segir Branson. Hann segist hafa sagt við Trump að þetta væri ekki besta leiðin til að nýta tíma sinn.

Branson heyrði ekki frá Trump í rúman áratug. Árið 2004, stuttu eftir að sjónvarpsþáttur Branson, The Rebel Billionaire, hóf göngu sína, sendi Trump, sem þá stjórnaði þáttunum The Apprentice, honum harðort bréf þar sem hann rakkaði niður þátt hans og sagði hann ekki hafa hæfileika í að vera sjónvarpsmaður. Branson svaraði bréfinu og sagði að sér væri að meinalausu ef Trump vildi setja sig á óvinalistann.

Árið 2015 sendi Trump tölvupóst til Branson og þar var að finna mynd af Branson og á hana hafði Trump skrifað: „Richard – Frábær!“ Branson taldi hann vera að falast eftir stuðningi í forsetakosningunum og lét sér fátt um finnast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024