fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Camille Paglia segir Hefner ekki hafa verið kvenhatara

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 6. október 2017 09:53

Hugh Hefner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn skeleggi þjóðfélagsrýnir og femínisti Camille Paglia var í viðtali við Hollywood Reporter á dögunum og þar tók hún hraustlega til varnar fyrir Playboy-kónginn Hugh Hefner sem lést nýlega. Spurð hvort Hefner hefði verið kvenhatari sagði hún að því færi fjarri. Hefner hefði verið fulltrúi þess karlmanns sem kæmi kurteislega fram við konu og gæfi henni tíma og rými til að samþykkja eða hafna því að vera með honum. Paglia segir hið kynferðislega landslag í kringum Playboy hafa einkennst af skemmtun, ánægju og húmor. Áður hefðu karlatímarit fjallað um veiðar eða hermál. Hefner hefði á snjallan hátt sett kynlíf í samhengi við djass, listir og góðan mat.

Paglia segir barnalegt að femínistar skuli stöðugt tönglast á því að ekki megi líta á konur sem kyntákn. Það sýni algjört skilningsleysi á listasögunni. Listasagan snúist um að hlutgera. Það sé í eðli manna að skapa kyntákn, sem hægt sé að dýrka. Það að breyta manneskju í fallegan hlut verði ekki sjálfkrafa til þess að svipta hana mennskunni. „Þegar við vegsömum fegurð erum að við vegsama lífið sjálft,“ segir Paglia.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“