Miður sín yfir framkpvmu
Meryl Streep flutti hjartnæma en forherta ræðu á Golden Globe verðlaunaafhendingunni í gærkvöldi. Meryl sem er ein virtasta leikkonan í Hollywood vandaði verðandi forseta Bandaríkjanna ekki kveðjurnar þegar hún talaði óbeint um innflytjendastefnu hans og rifjaði upp hvernig Trump gerði grín af fötlun blaðamanns New York Times árið 2015.
Hún sagði að með framkomu sinni gagnvart blaðamanninum hafi Trump gefið öðrum leyfi til þess að gera slíkt hið sama. Það er að gera lítið úr minnihlutahópum í samfélaginu.
Meryl flutti ræðuna, sem hefur farið eins og eldur í sinu um netheima í morgun, eftir að henni voru veitt Cecil. B DeMille verðlaunin sem eru nokkurskonar heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlags til skemmtanaiðnaðarins.
Í ræðunni sem birtist í heild sinni hér að neðan tók hún dæmi um nokkra Hollywood leikara sem eru fæddir víðsvegar um heiminn en eiga það sameiginlegt að hafa náð langt í Hollywood. Með því setti hún spurningamerki við innflytjendastefnu Trump. Þá sagði hún að samfélagið í Hollywood sem og aðrir þyrftu að standa vörð um lýðræðið með því að styðja við bakið á fjölmiðlafólki.
Þá sagði Streep að engin frammistaða, sem var þó raunveruleg en ekki leikin, hafi komið sér úr jafn miklu jafnvægi en þegar hún sá hvernig Trump gerði lítið úr blaðamanninum.
„Það var ekkert gott við þessa frammistöðu en hún var áhrifarík og gerði sitt gagn.“
Hér má sjá myndbandið:
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=EV8tsnRFUZw&w=560&h=315]