Fyrrverandi eiginkona hans vill svipta hann forræði
Tónlistarmaðurinn Robin Thicke fær aðeins að hitta sex ára son sinn undir eftirliti barnaverndaryfirvalda. Þá hefur fyrrverandi eiginkona Thicke, Paula Patton, fengið nálgunarbann á hann.
Robin Thicke er Íslendingum helst kunnugur fyrir vafasamt tónlistarmyndband við poppsmellinn Blurred Lines . Þá hefur hann, síðustu ár, starfað með tónlistarfólki á borð við Christina Aguilera, Nicki Minaj, Pharrell Williams, Usher og P!nk.
Allir helstu slúðurmiðlar heims greina frá þessu í dag. Þar kemur fram að Thicke hafi ítrekað legið undir grun um heimilisofbeldi. Því kemur úrskurður dómara um nálgunarbann ekki á óvart.
Patton hefur einnig farið frá að að Thicke verði sviptur forræði yfir syni þeirra. Málið verður tekið fyrir dóm á næstunni.