Hefði Vísindakirkjan fengið að ráða hefði ein eftirminnilegasta kvikmynd 20. aldarinnar, Pulp Fiction, ekki skartað John Travolta í einu af aðalhlutverkunum.
Myndin, sem kom út árið 1994, er af mörgum talin ein besta kvikmynd sögunnar en henni var leikstýrt af sjálfum Quentin Tarantino. Fulltrúi Vísindakirkjunnar, Mike Rinder, hefur viðurkennt að hann hafi reynt að fá Travolta, sem er einn þekktasti meðlimur kirkjunnar, ofan af því að leika í myndinni.
Mike ræddi þetta atvik í viðtali heimildaþáttaröð Leah Remini: Scientology and the Aftermath. „Þegar Quentin Tarantino ræddi við Travolta um að taka að sér hlutverk í myndinni bað Travolta mig um að skoða handritið og segja hvað mér fyndist. Og hlutverkið sem hann átti að leika var hlutverk leigumorðingja sem var háður heróíni,“ sagði Rinder og bætti við að hann hafi verið alveg skýr í afstöðu sinni: Travolta ætti ekki að taka hlutverkið að sér.
John Travolta hlustaði ekki á þessar ráðleggingar Mikes, sem betur fer segja eflaust margir. Þó að almenn ánægja hafi verið með myndina hlaut hún aðeins ein Óskarsverðlaun og voru þau veitt fyrir besta handritið. John Travolta var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðahlutverki en verðlaunin það ár hlaut Tom Hanks fyrir myndina Forrest Gump.