fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Hefner fann aldrei sálufélagann

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 30. september 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Playboy-kóngurinn Hugh Hefner er látinn, 91 árs. Hann stofnaði tímaritið Playboy árið 1953 en það sérhæfði sig í myndum af nöktum og hálfnöktum ungum konum. Hefner lifði hátt og lifði lengi og stærði sig af því að hafa sofið hjá rúmlega þúsund konum um ævina. Árið 1992 sagði hann með eftirsjá í viðtali við New York Times að hann hefði leitað að ástinni á röngum stöðum. Fyrir nokkrum árum lét hann hafa eftir sér að hann hefði aldrei fundið sálufélagann sem hann hefði þráð svo mjög að eignast. Hann var þrígiftur og kvæntist síðustu eiginkonu sinni, Crystal, árið 2012. Hann átti ótal vinkonur sem bjuggu yfirleitt nokkrar saman á hinu fræga Playboy-setri hans.

Hefner eignaðist fjögur börn. Sonur Hefners, Coope, sagði eitt sinn í viðtali að hann og bróðir hans, Marston, hefðu alist upp á heimili þar sem stór nektarmynd í ramma af móður þeirra var á áberandi stað. Hann sagði að þeim bræðrum hefði fundist það nokkuð einkennilegt.

Síðustu árin sást lítið til Hefners opinberlega. Ellin var farin að segja til sín, hann þjáðist af bakverkjum og notaði heyrnartæki og kærði sig ekki um að fólk sæi hann sem hrörlegan gamlan mann. Hefner mun hvíla í kirkjugarði í Los Angeles við hlið Marilyn Monroe sem var fyrsta forsíðustúlka Playboy.

Vinir Hefners segja hann hafa verið góðan mann sem hafi aldrei gert öðrum mein. Hann var sagður feiminn maður með mikla persónutöfra og afar tryggur þeim sem hann tók að sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“