„Karlinn var bara alltaf á, ég er ekki einu sinni að ljúga þessu, bara alltaf á sveskjunni og konan var reyndar í nærbuxum en á brjóstunum. Þau voru bara alltaf úti í garði að leika sér.“
Þetta segir Auðunn Blöndal í myndskeiði sem tekið var upp í tilefni kvikmyndarinnar Undir trénu. Framleiðendur myndarinnar fóru þá leið þar sem myndin fjallar um nágrannadeilur að fá þekkt fólk til að segja frá reynslu sinni af nágrönnum sínum. Í umræddu myndskeiði segir Auðunn frá því þegar hann var búsettur í Svíþjóð með foreldrum sínum en Auðunn var þá táningur. Fjölskyldan flutti í blokk sem var ekki upp á marga fiska.
„Pabbi ætlaði að fara þangað (Svíþjóð) og gerast flugvirki en endaði bara á að vinna í einhverri klósettpappírsverksmiðju. Við vorum á fjórðu hæð og fólkið á neðstu hæðinni […] þau voru aldrei í fötum ef það var gott veður,“ segir Auðunn og bætir við:
„Karlinn var bara alltaf á, ég er ekki einu sinni að ljúga þessu, bara alltaf á sveskjunni og konan var reyndar í nærbuxum en á brjóstunum. Þau voru bara alltaf úti í garði að leika sér.“
Þá segir Auðunn:
„Þau voru kannski ekki slæmir nágrannar en öðruvísi. Þarna er ég að uppgötva hluti, maður er farinn að kvefast á kvöldin í pappír og svona. Þetta var ekkert að hjálpa því. Þetta var mjög skrítið. Hann var alltaf á félaganum niðri og það var öllum sama því þetta var Svíþjóð og einhver blokk sem var ekki sú dýrasta.“