fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Gunnar faðir Esterar er látinn: Sara hefur misst föður og systur á 3 mánuðum – Söfnun hrundið af stað – Margir minnast Gunnars

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 21. september 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Elsku besti pabbi minn fyrst var það systir mín og dóttir þín sem fór frá okkur fyrir 3 mánuðum og núna þú. Ég veit ekkert hvernig mér á að líða , allt er í móðu og eg get ekki lýst því hversu sárt var að heyra í morgun að þú hafir fengið hjartaáfall í nótt. Þú besti vinur minn og besti pabbi í heimi.“

Þetta segir Sara Dís Gunnarsdóttir um föður sinn Gunnar Gunnarsson sem lést aðfaranótt 18. september. Sara Dís lifir nú sína erfiðustu daga. Aðeins eru rétt rúmir þrír mánuðir frá því að systir hennar, Ester Eva lést. Sara Dís yngri systir Esterar hefur því misst systur og föður á skömmum tíma og er sorgin mikil og djúp. Á sama tíma er hún þakklát þeim gríðarlega stuðningi sem hún hefur fundið fyrir frá vinum og ættingjum sem hafa umvafið hana hlýju. En Sara Dís þarf nú á aðstoð að halda. Þau sem vilja styðja við hana er bent á styrktareikning neðst í fréttinni.

DV birti umfjöllun um Ester í sumar. Þar tjáði Gunnar sig um dóttur sína sem hafði fallið frá eftir erfið veikindi. Þau tengdust sterkum böndum. Gunnar hafði fjórum dögum fyrir andlátið skrifað fallegan texta á fæðingardegi Esterar.

„ … til hamingju engillinn minn, ég veit þú varst með okkur í dag þó þú værir ekki hérna, Ég og systir þín ákváðum að gera alltaf eitthvað á afmælisdeginum þínum sem þú hefðir sjálf haft gaman af að gera, við gerðum ekki allt sem við ætlum að gera, en gerum það bara á næsta afmælisdegi dúllan mín, ég elska þig, og ég sakna þín, en ég finn stundum fyrir þér ástin mín, sem er góð tilfinning.“

Aðeins fjórum dögum síðar hafði Gunnar kvatt þennan heim. Fjölmargir minnast hans á Facebook með hlýjum og fallegum orðum.

Sjá einnig: Ester Eva er látin – Lifði í 3 daga, sem gift kona – „Hún trúði á merki um líf eftir dauðann og ég fann fyrir slíku sólarhring eftir að hún skildi við“

„Þú varst yndislegur maður,“ segir Sólveig Guðjónsdóttir. „ … öllum góður og alltaf til staðar til að hjálpa öllum. Einhvern veginn þurfa alltaf fallegustu sálirnar að hverfa af jörðu fyrstar. Þín verður mikið og sárt saknað elsku vinur minn.“
Anna Marín segir: „Það er alltaf ástæða fyrir að fólk stígur inn í líf manns, en ástæðan að þau séu tekin burt mun ég aldrei skilja. Elsku Gunnar, þín verður mjög sárt saknað“

Bjarni Hákonarson segir:

„Hversu ósanngjarnt getur lífið verið – í gær fékk ég þær ömurlegu fréttir að besti vinur minn og félagi hafi látist og ég bara trúi þessu ekki ! Gunnar, sem nýlega þurfti að þola það sem ekkert foreldri á að þurfa að þola, að fylgjast með erfiðri sjúkdómsgöngu og síðan jarða dóttir sína, sem náði ekki þrjátíu árum, og skildi eftir tvö ung börn, Gunnar sem var svo ótrúlega sterkur í þeirri þrautagöngu, huggaði alla í kringum sig, Gunnar sem alltaf var til í að hjálpa öðrum og gefa af sér, þó tankurinn hans hafi verið nánast tómur, Gunnar sem alltaf var jákvæður og svo fullur af lífi, Gunnar vinur minn.“

Sigga Dóra segir:

„Elsku vinur þín verður sárt saknað en ég veit að þú ert komin í faðm hinnar dóttur þinnar sem féll frá allt of ung Guð veri með þér og hvíl í friði.“

Tengdasonur Gunnars, sem enn syrgir Ester Evu skrifar fallega kveðju til Gunnars:

„Þú varst stórkostlegur tengdafaðir. Þú tókst mér vel frá fyrsta degi og varst sannfærður um að ég væri rétti maðurinn fyrir dóttur þína. Ég gleymi því aldrei þegar þú komst í Jiu Jitsu með mér. Í gegnum tíðina hafði ég spurt fullt af fólki að koma og yfirleitt lét aldrei neinn verða að því, en það gerðir þú, mér fannst það svalt.

Hjartalag þitt var gott, þú varst góður og alltaf til í að slá á létta strengi. Á síðustu árum, eftir allt sem við höfum gengið í gegnum hafa tengsl okkar orðið sterkari.

Ég mun sakna þín Gunnar. Ég mun alltaf gera mitt besta til að vera til staðar fyrir Söru Dís dóttur þína og ég mun sjá til þess að afa strákarnir þínir muni fá að heyra allt um þig.

Hvíldu í friði og faðmaðu Ester Evu frá mér“

Sara Dís dóttir Gunnars segir um föður sinn:

„Þú ert eina manneskjan sem ég gat sagt allt og talað við. Ég sagði þér alltaf allt og þú gast alltaf hjálpað mér og látið mér líða betur. Þú ert svo sannarlega gull af manni og þú hagaðir þér alltaf eins og þú værir jafn gamall mér og þess vegna náðum við svona vel saman. Þú gerðir alltaf allt fyrir alla alltaf, einu sinni skutlaðirðu mér útum allt alltaf því þu vildir ekki að ég tæki strætó heldur vildir frekar skutla mér og fá að njóta þess að vera með mér. Þú meira segja skutlaðir öllum sem húkkuðu far eða bara hvað sem það var eða hver sem það var bauðstu alltaf til þess að hjálpa og gerðir alltaf allt fyrir alla, bara nákvæmlega eins og Ester Eva dóttir þín var. […] Ég veit líka að Ester Eva tók vel á móti þér og ég veit líka að hún hefur þurft á þér að halda og núna eru þið saman á ný. Ég myndi gera allt til að fá að hitta þig ,knúsa þig og hlæja og dansa með þér einu sinni en, takk fyrir að vera pabbi minn í 20 ár vildu að þau gæti verið fleiri , ég lofa að varðveita virðinguna þína og segja börnunum mínum hvað afi þeirra var góður maður. Hvíldu í friði elsku pabbi minn ég elska þig meira en allt.“

Gunnar var eins og áður segir afar náinn báðum dætrum sínum. DV greindi frá því í sumar að Gunnar hefði lent í árekstri og slapp hann með ótrúlegum hætti óskaddaður, nánast án skrámu. Gunnar sagði þá:

„Ég er viss hver hefur haldið yfir mér verndarhendi í þetta skiptið,“ og á þar við Ester. „Takk fyrir það dúllan mín.“

Sjá einnig: Gunnar slapp ótrúlega vel frá hörðum árekstri – Sannfærður um að Ester Eva hafi vakað yfir sér: „Takk fyrir það dúllan mín“

Jarðarförin verður haldin næstkomandi fimmtudag 28. september kl 13:00 í Grafarvogskirkju. Sara Dís hefur óskað eftir stuðningi vina og ættingja.

„Mér langar að gera söfnunar reikning fyrir jarðarförina hans pabba míns. Því mig langar að gera hana eins fallega og ég get því ég veit að hann hefði gert það sama fyrir mig. Og bara ef þið sjáið ykkur fært að styðja það.

Reikningsnúmer :0370-13-001684 Kennitala: 141296-2219

„Eigið góðan dag og nýtiði tímann með þeim sem ykkur þykir vænt um, maður veit aldrei hvað gerist á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring
Fókus
Í gær

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“