fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Fjárréttir í fullum gangi um land allt

Ungir sem aldnir tóku til hendinni í Miðfjarðarrétt

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 16. september 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgarnar í september eru þéttsetnar af fjárréttum um allt land en alls eru 206 slíkar skipulagðar. Fyrstu fjárréttirnar fóru fram laugardaginn 2. september síðastliðinn en fjölmargar fóru fram daganna 9.–11. september. Þar á meðal var Miðfjarðarrétt í Miðfirði en ljósmyndari DV átti þar leið hjá og tók skemmtilegar myndir af því sem fyrir augu bar.

Hinn tíu ára gamli Freyr Eaton Pétursson mætti í fyrsta skipti í réttir úr höfuðborginni. Hann var afar ánægður með upplifunina.
Fjör Hinn tíu ára gamli Freyr Eaton Pétursson mætti í fyrsta skipti í réttir úr höfuðborginni. Hann var afar ánægður með upplifunina.

Mynd: x

Magnús Ari Jónsson frá Skarfshóli lét sig ekki vanta. Magnús Ari er hrifinn af sinni heimasveit en að sögn kunnugra hefur hann aðeins einu sinni heimsótt höfuðborg landsins. Það var á aldamótarárinu 2000 og þangað hefur Magnús Ari ekkert að sækja.
Heimakær Magnús Ari Jónsson frá Skarfshóli lét sig ekki vanta. Magnús Ari er hrifinn af sinni heimasveit en að sögn kunnugra hefur hann aðeins einu sinni heimsótt höfuðborg landsins. Það var á aldamótarárinu 2000 og þangað hefur Magnús Ari ekkert að sækja.

Mynd: x

Atgangurinn í réttum er mikill og því er mikilvægt að taka hraustlega til matar síns. Boðið var upp á pylsuveislu sem vakti eðlilega mikla lukku.
Þjóðarrétturinn Atgangurinn í réttum er mikill og því er mikilvægt að taka hraustlega til matar síns. Boðið var upp á pylsuveislu sem vakti eðlilega mikla lukku.

Mynd: x

Bóndinn og myndalistamaðurinn Jón Eiríksson á Búrfelli lét sig ekki vanta.
Vígalegur Bóndinn og myndalistamaðurinn Jón Eiríksson á Búrfelli lét sig ekki vanta.

Mynd: x

Það er tilkomumikil sjón þegar göngumenn koma ríðandi af fjöllum með fjárhópana.
Fundið fé Það er tilkomumikil sjón þegar göngumenn koma ríðandi af fjöllum með fjárhópana.

Mynd: x

Ungir sem aldnir taka til hendinni í réttum og hér má sjá fulltrúa næstu kynslóðar meta stöðuna.
Næsta kynslóð Ungir sem aldnir taka til hendinni í réttum og hér má sjá fulltrúa næstu kynslóðar meta stöðuna.

Mynd: x

Arinbjörn Jóhannsson á Brekkulæk hefur í tæp fjörtíu ár rekið hestaleigu fyrir norðan. Óhætt er að fullyrða að hann hafi verið á undan sinni samtíð í þeim efnum.
Frumkvöðull Arinbjörn Jóhannsson á Brekkulæk hefur í tæp fjörtíu ár rekið hestaleigu fyrir norðan. Óhætt er að fullyrða að hann hafi verið á undan sinni samtíð í þeim efnum.

Mynd: x

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman