Markmið fjögurra ungra Svía var að afklæðast undir berum himni og baða sig í fossum á Íslandi, og þannig „sameinast fossinum“ eða náttúrunni. Svíarnir byrjuðu á að fara að Seljalandsfossi og háttuðu sig þar:
„Það er mikill fjöldi af ferðamönnum hérna. Það er ekkert gaman hérna svo við ætlum að færa okkur um set,“ sagði einn þeirra.
Þá bætti annar við:
„Við þurfum að gera betur í að týnast og halda okkur frá vinsælum ferðamannastöðum,“ sagði hann og bætti við að ferðamannafjöldinn drægi úr ánægjulegri upplifun. „Bílastæði, stöðumælar, kaffihús, það gerir þetta leiðinlegt.“
Piltarnir færðu sig um set og fundu aðra fossa þar sem þeir fóru úr hverri spjör og urðu einn af fossinum líkt og þeir óskuðu sér í upphafi ferðar.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=mzwCgyR4cLY&w=620&h=415]