Því miður semur ekki öllum vel við foreldra sína, heldur ekki stórstjörnum. Hér eru nokkur dæmi.
Adele Faðir söngkonunnar yfirgaf móður hennar þegar dóttir þeirra var tveggja ára gömul. Adele hefur aldrei fyrirgefið honum að hafa farið frá fjölskyldu sinni. Fyrr á þessu ári, þegar hún tók við Grammy-verðlaunum, þakkaði hún umboðsmanni sínum og sagði: „Við höfum verið saman í tíu ár og ég elska þig eins og þú værir pabbi minn. Ég elska þig svo mikið. Ég elska ekki pabba minn.“
Drew Barrymore Leikkonan hefur ekki átt mikil samskipti við móður sína á seinni árum. „Þetta er það erfiðasta í lífi mínu. Við getum ekki bara ekki átt samleið,“ segir leikkonan sem hefur þó veitt móður sinni ríkulega fjárhagsaðstoð.
Kate Hudson Foreldrar leikkonunnar, Goldie Hawn og Bill Hudson, skildu þegar hún var tæplega tveggja ára. Samskipti hennar við föður sinn eru lítil sem engin og hún lítur á sambýlismann móður sinnar til áratuga, Kurt Russell, sem hinn raunverulega föður sinn.
Jennifer Aniston Aniston fokreiddist þegar móðir hennar skrifaði bók um samband þeirra. Samband þeirra var mjög stirt en þrátt fyrir það studdi leikkonan móður sína fjárhagslega síðustu árin sem hún lifði. Þegar móðir hennar lést árið 2016 kom í ljós að hún hafði breytt erfðaskrá sinni og ekki arfleitt hina frægu dóttur sína að neinu.
Maculay Culkin Foreldrar barnastjörnunnar úr Home Alone skildu þegar hann var fjórtán ára gamall. Hann fór í mál við foreldrana til að koma í veg fyrir að þeir gætu ráðstafað þeim auði sem hann hafði fengið fyrir leik sinn. Culkin hefur ekki haft samband við föður sinn síðan. Á síðasta ári sagðist faðir hans ekki lengur líta á hann sem son sinn.
Meg Ryan Meg Ryan lokaði á öll samskipti við móður sína þegar móðirin gagnrýndi þáverandi eiginmann hennar, leikarann Dennis Quaid. Í endurminningabók sinni segir móðirin að leikkonan sé alls ólík þeirri geðugu konu sem sjáist á hvíta tjaldinu. „Í raunveruleikanum er hún kaldlyndur og grimmur yfirgangsseggur,“ sagði móðir Meg Ryan.