fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Dench leikur Viktoríu drottningu í annað sinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 3. september 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ástsæla leikkona Judi Dench er orðin 82 ára gömul. Í ár á hún 60 ára leikafmæli og ný kvikmynd með henni í aðalhlutverki verður fljótlega frumsýnd. Sú heitir Victoria og Abdul og segir frá vináttu Viktoríu drottningar og indversks þjóns hennar, Abdul. Þetta er í annað sinn sem Dench leikur Viktoríu, en árið 1997 fór hún með hlutverk hennar í myndinni Mrs. Brown. Fyrir þá mynd var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna, en alls hefur hún sjö sinnum verið tilnefnd til þeirra. Hún hlaut Óskarinn fyrir hlutverk Elísabetar I Englandsdrottningar í Shakespeare in Love.

Sjón leikkonunnar hefur daprast mjög síðustu árin og hún getur ekki lengur lesið bækur en hlustar í staðinn á hljóðbækur. Eiginmaður hennar, leikarinn Michael Williams, lést árið 2001 og þau eignuðust eina dóttur. Dench segist sjá eftir því að hafa ekki eignast fleiri börn, það hafi staðið til að eignast sex börn. Hún á vin, umhverfissinnann David Mills, en sagðist nýlega ekki ætla að ganga í hjónaband á ný þótt hún sé hæstánægð í sambandinu. Hún væri einfaldlega orðin of gömul fyrir hjónaband og auk þess myndi Mills ekki biðja hennar. Þau Mills kynntust árið 2015 og þá sagði Dench: „Það er dásamlegt að vera ástfangin, vera í því ástandi að gleðjast við að sjá einhvern sem kemur manni til að hlæja og notalegt er að vera með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“