fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Flótti minn frá helvíti með átta börn

Haldið fanginni í 19 ár af stjúpföður

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 21:30

Haldið fanginni í 19 ár af stjúpföður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári lá Rosalynn McGinnis í tjaldi í óbyggðum Mexíkó, kvalin eftir aðgerð þar sem gallblaðra hennar var fjarlægð. Þrátt fyrir ástand hennar og skipun um hvíld frá lækninum, þurfti hún að fara á fætur og sinna heimilisstörfunum samkvæmt skipun Henri Piette, fyrrum stjúpföðurs hennar.

Að sögn McGinnis rændi Piette henni úr skóla fyrir 19 árum síðan, þegar hún var 12 ára. Í viðtali í nýjasta tölublaði People, heldur McGinnis því fram að Piette hafi beitt hana ofbeldi í nærri tvo áratugi, bæði kynferðislegu og líkamlegu.

„Ég vissi að ef ég kæmi mér ekki í burtu, þá myndi ég annaðhvort verða geðveik eða hann myndi drepa mig og börnin mín yrðu ein eftir með þessum manni.“

McGinnis segir sögu sína í nýjasta tölublaði People.
Segir sögu sína McGinnis segir sögu sína í nýjasta tölublaði People.

Flúði með átta börn

Í júní 2016 náði McGinnis að flýja með átta börn sín af níu, en elsti sonur hennar náði að flýja á undan. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) er með rannsókn opna vegna málsins, en Piette, sem gengur laus, hefur enn ekki verið kærður.

McGinnis betlaði peninga og mat á götum Mexíkó, en gafst upp á því og fór að sjá fyrir fjölskyldu sinni með því að selja kaffi, hunang og heimatilbúinn ís. Í júní í fyrra safnaði hún saman þeim pening sem til var á heimilinu og fór með börnin í leigubíl til borgarinnar Oaxaca í Mexíkó. Þar gat hún hringt símtal, sem hún segir hafa bjargað lífi hennar.

McGinnis hringdi í Alþjóðamiðstöð fyrir týnd og misnotuð börn (NCMEC) og sagði sína sögu. Eftir áralanga misnotkun, hótanir og lygar segir hún: „Það var svo gott að geta loksins sagt einhverjum sannleikann,“ segir McGinnis. „Ég var ennþá hrædd, en það var yndislegt að þurfa ekki að ljúga lengur.

McGinnis árið 2010 með sex af börnum hennar.
Í tjaldi í Mexíkó McGinnis árið 2010 með sex af börnum hennar.

Hún og börn hennar voru næstu tvo mánuði í felum á meðan NCMEC og Bandaríska sendiráðið í Mexíkó útveguðu fjölskyldunni neyðarvegabréf til Bandaríkjanna.

„Flótti McGinnis krafðist mikils hugrekkis,“ segir Robert Loewry, varaformaður NCMEC. „Hún þurfti ekki aðeins að hugsa um eigin hag, heldur einnig hag barnanna hennar.

Eftir að McGinnis komst aftur til Bandaríkjanna hefur hún unnið fyrir JAYC sjálfboðasamtök, nefnd eftir stofnanda þeirra Jaycee Dugard. Dugard var rænd ellefu ára gamalli og haldið fanginni í 18 ár, áður en henni var bjargað ásamt tveimur börnum. Segir McGinnis að Dugard og saga hennar og hugrekki hafi verið henni mikill styrkur í að byggja upp nýtt líf fyrir hana og börnin hennar níu.

Rosalynn eins og hún lítur út í dag, 33 ára gömul.
McGinnis Rosalynn eins og hún lítur út í dag, 33 ára gömul.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“