fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Einn af konungum hryllingsmyndanna fallinn frá

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 28. ágúst 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tobe Hooper, maðurinn sem færði okkur hryllingsmyndir á borð við The Texas Chainsaw Massacre og Poltergeist, er fallinn frá, 74 ára að aldri.

Hooper var fæddur í Texas árið 1943 en hann sló fyrst í gegn árið 1974 með fyrrnefndri mynd um snarbilaða og morðóða fjölskyldu í Texas. Í kjölfarið fylgdu myndir eins og Eaten Alive, The Funhouse og Poltergeist árið 1982 sem sló rækilega í gegn, en myndin var gerð eftir handriti Stevens Spielberg.

Áður en Hooper leikstýrði The Texas Cainsaw Massacre fékkst hann við heimildarmyndir og sjónvarpsauglýsingar, en myndin kostaði aðeins 300 þúsund Bandaríkjadali í framleiðslu. Eins og mörgum Íslendingum er kunnugt fór Gunnar Hansen með hlutverk Leatherface í myndinni. Myndin var ein áhrifamesta hrollvekja 20. aldarinnar og ruddi brautirnar fyrir aðrar sambærilegar myndir.

Myndin var mjög umdeild og bönnuð í nokkrum löndum. Þrátt fyrir það sló myndin í gegn og þénaði hún tæplega 31 milljón Bandaríkjadala í kvikmyndahúsum eftir að hún kom út.

Hooper, ásamt mönnum eins og George Romero, John Carpenter og Wes Craven, var hátt skrifaður í hryllingsmyndageiranum á seinni hluta 20. aldarinnar. Síðasta mynd Hoopers var myndin Djinn sem kom út árið 2013, en myndin gerist í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“